02

Umbrot — myndlistarsýning með verkum Sigurðar Magnússonar

Sigurður Magnússon heldur myndlistarsýningu sem hann nefnir Umbrot í Héðinshúsinu, Seljavegi 2, 101 Reykjavík. Sýningin verður opnuð laugardaginn 9. desember kl. 14, og eru allir velkomnir. Sýningin mun standa til 15. desember og verður opin daglega milli kl. 12 og 18.

Sigurður Magnússon lauk M.A.-próf í listmálun frá Central Saint Martins, College of Arts and design, The London Instetute, 1995. Áður hafði hann lokið framhaldsnámi í myndlist við Goldsmiths College, University of London, 1994 og B.A.-prófi í málun frá MHÍ 1991.

Sigurður hefur haldið fjórar einkasýningar á Íslandi, tvær í London og tvær í Norður-Ameríku, auk samsýninga á Íslandi og á Englandi. Málverk eftir Sigurð eru í eigu einstaklinga, fyrirtækja og safna á Íslandi og erlendis.

Sigurður sýnir nú olíumyndir á striga og pappír.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com