SÍM – Fyrir listamenn – Fyrir samfélagið

Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var stofnað árið 1982 og er hagsmuna- og stéttarfélag myndlistarmanna, með um 760 félagsmenn. Félagsmenn eiga ýmist einstaklingsaðild að SÍM eða í gegnum fagfélög myndlistarmanna, en undir regnhlíf SÍM eru 7 fagfélög myndlistarmanna.

Markmið SIM er að bæta kjör og starfsumhverfi myndlistarmanna, gæta hagsmuna þeirra og réttar. SÍM annast ýmis verkefni fyrir opinbera aðila, tilnefnir fulltrúa í nefndir og ráð og gefur umsagnir um ýmis mál. SÍM eru fjölmennustu samtök skapandi listamanna á Íslandi.

Vefritið STARA birtir umfjallanir um sýningar, uppákomur og hagsmunamál listamanna. STARA kemur út tvisvar sinnum á ári.

 

Starfseminni SÍM má skipta í tvo hluta, hið innra starf, sem snýr að þjónustu við listamenn og hið ytra starf, sem snýr að hinu opinbera, samskipti við önnur félagasamtök og erlenda aðila.

SÍM FYRIR LISTAMENN – HIÐ INNRA STARF

SÍM aðstoðar félagsmenn sína í ýmsum faglegum málum. Á heimasíðu SÍM eru fyrirliggjandi ýmsir samningarviðmiðunartaxti SÍM, samkeppnisreglur SÍM o.fl.  Öll aðstoð sem SÍM veitir stendur félagsmönnum til boða endurgjaldslaust.

SÍM leigir vinnustofuhúsnæði fyrir félagsmenn víðasvegar um höfuðborgarsvæðið. Í vinnustofuhúsum SÍM eru ýmis verkstæði, sýningarsalur, auk þess sem Gallerí er rekið á Korpúlfsstöðum. Vinnustofuhús SÍM eru á Seljavegi, Nýlendugötu, Súðarvogi, Korpúlfsstöðum og í Lyngási í Garðabæ, þar hafa hátt í 180 listamenn starfsaðstöðu sína

SÍM starfrækir gestavinnustofur fyrir erlenda myndlistarmenn í Reykjavík. Gestavinnustofur SÍM eru á Seljavegi og Korpúlfsstöðum. Í gestavinnustofum SÍM dvelja að jafnaði 15 listamenn í hverjum mánuði, eða um 150 gestalistamenn á hverju ári. Gestavinnustofur SÍM eru afar mikilvægur þáttur í íslensku listalífi enda einnar sinnar tegundar í Reykjavík.

SÍM heldur utan um sjóðinn Mugg, tengslasjóð fyrir myndlistarmenn, sem er samstarfsverkefni milli SÍM, Reykjavíkurborgar og Myndstefs. Muggur veitir styrki til dvalar erlendis vegna myndlistarverkefna.

Heimasíða SÍM hefur að geyma hagnýtar upplýsingar fyrir listamenn ásamt því að vera uppfærð daglega með upplýsingum um sýningar og aðra myndlistartengda viðburði.

SÍM sér um rekstur á UMM.IS – Upplýsingavef um myndlist og myndhöfunda á Íslandi, en vefurinn er byggður á gögnum frá Upplýsingamiðstöð myndlistar, sem stofnuð var árið 1995. Gagnagrunnurinn er gríðarlega stór og margþættur og hefur reynst ómissandi fyrir ýmsar menningarstofnanir, myndlistarmenn, fræðimenn, kennara og erlenda sýningarstjóra.

Félagsmenn fá árlega félagsskírteini sem er sambland af innlendu og alþjóðlegu skírteini (IAA).  Skírteinið veitir frían aðgang að öllum helstu listasöfnum hérlendis og erlendis. Auk þess er hægt að fá afslátt hjá mörgum verslunum og þjónustufyrirtækjum sem versla með myndlistarvörur gegn framvísun skírteinisins.

SÍM FYRIR SAMFÉLAGIÐ – HIÐ YTRA STARF

SÍM er í virku samstarfi við opinbera aðila og önnur félagasamtök bæði innanlands og erlendis. SÍM er aðili að BÍL, KÍM, Myndlistarráði, BHM, Listahátið og Myndstefi – Myndhöfundasjóði Íslands.

SÍM HÚSIÐ

Skrifstofur SÍM eru í Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík. Í SÍM-húsinu er hægt er að nálgast á einum stað allar helstu upplýsingar um íslenska myndlist, myndlistarmenn og efni þeim tengt. Þar er einnig fundar aðstaða, aðstaða til smærri sýninga og bókasafn þar sem liggja frammi ýmis tímarit og fagbækur auk kynningarefnis um skyld málefni.

Aðstaðan í SÍM – húsinu stendur félagsmönnum til boða endurgjaldslaust fyrir fyrirlestra, málþing eða aðrar myndlistartengdar uppákomur.

Skrifstofur SÍM í Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík. Þar er einnig starfræktur sýningarsalur sem er opinn öllu félagsmönnum SÍM til sýninga, fundarhalda og annarra viðburða.

SÍM aðstoðar félagsmenn í faglegum málum vegna höfundarréttar, vsk, trygginga, fluttinga, tollamála, sýningahald og lögfræðileg atriði. Öll aðstoð sem veitt er er endurgjaldslaus.

SÍM heldur úti yfir 140 vinnustofum á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. SÍM rekur einnig þrjár gestavinnustofur tvær á íslandi og eina í Berlín.

STARA, rit SÍM kemur út tvisvar á ári. Þar er að finna umfjallanir um myndlist, sýningar og aðra merka viðburði. Ritið gefur einnig góða innsýn inní starfsemi SÍM.

Formenn SÍM frá upphafi

Sigrún Guðjónsdóttir  1982 – 1984,  fyrsti formaður SÍM  /  Gunnsteinn Gíslason  1984 – 1986  /  Guðný Magnúsdóttir   1986 – 1989  / Þór Vigfússon  1989 – 1992  /  Kristján Steingrímur Jónsson  1992- 1994  /  Sólveig Eggertsdóttir   1994- 1996  /  Bryndís Jónsdóttir  1996-1998  /  Vignir Jóhannsson 1998 – 2000 / Pétur Stefánsson  2000 – 2002 / Áslaug Thorlacius  2002 –  2009  /  Hlynur Hallsson  2009 – 2010  /  Hrafnhildur Sigurðardóttir  2010 – 2014  /  Jóna Hlíf Halldórsdóttir 2014 – 2018 / Anna Eyjólfsdóttir 2018 – 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com