top of page

Um SÍM 

​Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var stofnað árið 1982 og er hagsmunafélag myndlistarmanna. Frá stofnun þess hefur SÍM barist fyrir margvíslegum réttindum og hagsmunum myndlistarmanna og áunnist margt í baráttunni.

 

Félagsmenn eiga ýmist einstaklingsaðild að SÍM eða í gegnum fagfélög myndlistarmanna, en undir regnhlíf SÍM eru sjö fagfélög myndlistarmanna.

 

SÍM eru stærstu samtök myndlistamanna á Íslandi með um 970 félagsmenn. 

Skrifstofa SÍM ​
 

Skrifstofa SÍM er staðsett í Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík. Skrifstofan er opin virka daga frá 12:00-16:00​

 

Samband íslenskra myndlistarmanna

Association of Icelandic Visual Artists

Sími/ Tel: +354 551 1346

Email: sim@sim.is

Facebook

Instagram​

Fréttabréf

Fréttabréfið kynnir helstu atriði og viðburði í íslensku myndlistarlífi. Nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu SÍM.

Viðburðir

SÍM starfrækir tvö sýningarrými á höfuðborgarsvæðinu. Annarsvegar SÍM Gallery í Hafnarstræti 16 og hins vegar Hlöðuloftið á Korpúlfsstöðum. 

 

​Þjónusta

SÍM framleigir vinnustofur til félagsmanna í vinnustofuhúsum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Félagsmenn geta einnig sótt um að leigja gestavinnustofur í Berlín og Aþenu gegn vægu gjaldi.

 

​Kjör

Á vefsíðu SÍM er að finna allar helstu upplýsingar um afslætti og kjör félagsmanna, viðmiðunartaxta og fleira. Stofnaður hefur sérstakur faghópur myndlistarfólks í stéttarfélaginu Visku en með því að skrá sig í stéttarfélagið opnast aðgangur að sjóðum innan BHM.​

 

SÍM Residency

SÍM Residency er alþjóðleg residensía fyrir myndlistarmenn staðsett í Reykjavík en árlega koma um150 listamenn og dvelja í gestavinnustofunni. ​SÍM Residency bíður einnig upp á vinnustofuskipti fyrir íslenska og erlenda listamenn. 

bottom of page