top of page

Um SÍM 

​Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var stofnað árið 1982 og er stærsta hagsmunafélag myndlistarmanna á Ísandi. Frá stofnun þess hefur SÍM barist fyrir margvíslegum réttindum og hagsmunum myndlistarmanna og áunnist margt í baráttunni.

 

Félagsmenn eiga ýmist einstaklingsaðild að SÍM eða í gegnum fagfélög myndlistarmanna, en undir regnhlíf SÍM eru sjö fagfélög myndlistarmanna.​​

Starfsemi SÍM

Sýningarrými 

SÍM starfrækir tvö sýningarrými á höfuðborgarsvæðinu fyrir félagsmenn. Annarsvegar SÍM Gallery í Hafnarstræti 16 og hins vegar Hlöðuloftið á Korpúlfsstöðum. 

 

​Vinnustofur

SÍM framleigir vinnustofur til félagsmanna víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Félagsmenn geta einnig sótt um leigu að  gestavinnustofum í Evrópu.  

 

Listamannadvöl

SÍM Residency er alþjóðleg listamannadvöl fyrir myndlistarmenn staðsett í Reykjavík. Listamannadvöl SÍM eflir alþjóðleg tengsl listamanna og eykur menningarlega verðmætasköpun. Árlega koma um150 listamenn í listamnnadvöl á vegum SÍM. SÍM Residency býður einnig upp á vinnustofuskipti fyrir íslenska og erlenda listamenn. 

Dvalarsjóður 

Félagar í SÍM geta sótt um ferðastyrk Muggs sem veittur er tvisvar á ári fyrir ýmis myndlistarverkefni. Muggur er samstarfsverkefni SÍM, Myndstefs og Reykjavíkurborgar.

bottom of page