SÍM – Fyrir listamenn – Fyrir samfélagið

 

Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var stofnað árið 1982 og er í dag hagsmunafélag liðlega 760 starfandi myndlistarmanna. Markmið SIM er a bæta kjör og miðla starfsumhverfi myndlistarmanna hverju sinni og á fulltrúa sína í hinum ýmsu ráðum og nefndum. Sambandið heldur úti yfir 200 vinnustofum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Og tekur á móti 200 erlendum gestalistamönnum á ári hverju. Vefritið STARA birtir umfjallanir um sýningar, uppákomur og hagsmunamál listamanna. STARA kemur út þrisvar sinnum á ári.

Starfseminni SÍM má skipta í leiti í tvo hluta, hið innra sem snýr að þjónustu við listamenn og það ytra sem snýr að hinu opinbera, samskipti við önnur félagasamtökum og erlendum aðilum.

– HIÐ INNRA –

SÍM FYRIR LISTAMENN

SÍM aðstoðar félagsmenn í faglegum málum vegna höfundaréttar, vsk, tryggingar, flutninga, tollamál,  sýningahald og lögfræðileg atriði. Öll aðstoð sem SÍM veitir stendur félagsmönnum til boða endurgjaldslaust.

SÍM rekur hátt í 200 vinnustofur fyrir íslenska myndlistarmenn og hönnuði en þær eru staðsettar á Seljavegi, Nýlendugötu, Súðarvogi, Korpúlfsstöðum og í Lyngási í Garðabæ. Að Korpúlfsstöðum er jafnfram rekin listamiðstöð.

SÍM rekur gestavinnustofur og gistirými fyrir erlenda listamenn og íslenska listamenn sem búsettir eru erlendis eða á landsbyggðinni. Gestavinnustofurnar eru á Seljavegi 32 og á Korpúlfsstöðum. Gestaíbúðin er staðsett í SÍM húsinu, Hafnarstræti 16. Í gestavinnustofum SÍM og gestaíbúð dvelja um 10-13 listamenn í hverjum mánuði. Gestavinnustofur SÍM eru afar mikilvægur þáttur í íslensku listalífi enda einar sinnar tegundar í Reykjavík.

Skrifstofa SÍM rekur sjóðinn Mugg, tengslasjóð fyrir myndlistarmenn,  sem eru samstarfsverkefni milli Reykjavíkurborgar, SÍM og Myndstefs og styrkja myndlistarmenn til ferða og dvalar erlendis vegna myndlistarverkefna.

Heimasíða sím hefur að geyma hagnýtar upplýsingaar fyrir listamenn ásamt því að vera uppfærð dagelega af upplýsingum um sýningar og aðrar mikilvægar upplýsingar.

www.arkiv.is, en vefurinn er byggður á gögnum frá Upplýsingamiðstöð myndlistar sem starfækt var um 10 ára skeið með stuðningi íslenska ríkisins. Gagnagrunnurinn sem bæði er á íslensku og ensku, er gríðarlega stór og margþættur og hefur reynst ómissandi fyrir ýmsar menningarstofnanir, myndlistarmenn, fræðimenn, kennara og erlenda sýningarstjóra.

 – HIÐ YTRA –

SÍM fyrir samfélagið

Sím er í virku samstarfi við opinbera aðila og önnur félagasamtök bæðið innanlands og erlendis. Félagið leitast við að vera regnhlífasamtök gangvart sjónlistum og eru „“ mörg aðildarfélög að SÍM og vinna að sameiginlegum hagsmunum.

SÍM skipar fulltrúa sína hin ýmsu ráð og nefndir á vegum hins opinbera

SÍM er aðili að BÍL, BHM og Myndstefi – Myndhöfundasjóði Íslands og eru félagsmenn í SÍM sjálfkrafa félagsmenn í Myndstefi

SÍMHÚSIÐ

Sím er staðsett í Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík og heldur það jafnframt út galleríi. Aðstaðan stendur félagsmönnum til boða endurgjaldslaust fyrir fyrirlestra, málþing eða aðrar myndlistarlegar uppákomur.

Skrifstofur SÍM í Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík. Þar er einnig starfræktur sýningarsalur sem er opinn öllu feálgsmönnum SÍM til sýninga, fundahalda og annarra viðburða.

SÍM aðstoðar félagsmenn í faglegum málum vegna höfundarréttar, vsk, trygginga, fluttinga, tollamála, sýningahald og lögfræðileg atriði. Öll aðstoð sem veitt er er endurgjaldslaus.

SÍM heldur úti yfir 200 vinnustofum á fjórum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. SÍM rekur einnig þrjár gestavinnustofur tvær á íslandi og eina í Berlín.

STARA, rit SÍM kemur út þrisvar á ári. Þar er að finna umfjallanir um myndlist, sýningar og aðra merka viðburði. Ritið gefur einnig góða innsýn inní starfsemi SÍM.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com