Fólk

Ljósmyndasýningin Fólk / People

Fimmtudaginn 28. apríl kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri um ljósmyndasýninguna Fólk / People, en þar sýna sjö ólíkir listamenn verk sín. Hlynur Hallsson safnstjóri tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.

Fólk / People segir áhorfandanum sögur af fólki og gefur innsýn í verk sjö listamanna sem allir vinna með ljósmyndir á ólíkan hátt. Á dögum sjálfsmyndanna (e. selfie) hafa portrettmyndir öðlast nýja merkingu og hér gefur að líta fólk í ólíkum aðstæðum séð með augum ólíkra listamanna í gegnum linsur fjölbreyttra myndavéla. Listamennirnir eru Barbara Probst, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hrefna Harðardóttir, Hörður Geirsson, Ine Lamers og Wolfgang Tillmans. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson.

Sýningin stendur til 29. maí og er opin þriðjudaga – sunnudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com