Borgarsögusafn

Ull í fat og mjólk í mat : Viðburðardagskrá í Árbæjarsafni á sunnudag

Ull í fat og mjólk í mat er yfirskrift sunnudagsins 18. ágúst en þann dag sýnir starfsfólk Árbæjarsafns gömul vinnubrögð og er áhugasömum gestum velkomið að taka þátt. Í eldhúsinu gerir húsfreyjan upp skyr og strokkar smjör. Á baðstofuloftinu þeytir vinnukonan rokkinn og teygir lopann og ekki má gleyma lummubakstri í Hábæ. Í hugum margra hafa gömlu sveitastörfin yfir sér rómantískan blæ en til að fæða og klæða fólk þurfti mörg handtök á bænum.

Í haga eru kindur og hestar og vanda verður heitt á könnunni í Dillonshúsi og heimilislegar veitingar í boði.

Ókeypis aðgangur fyrir börn, öryrkja og menningarkortshafa.

Árbæjarsafn er hluti af Borgarsögusafni: Eitt safn á fimm frábærum stöðum.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com