Whitewash

Úa von opnar sýninguna „Hvítþvottur/Whitewash“ í Ekkisens 8.júlí klukkan 18:00

Úa von opnar sýninguna „Hvítþvottur/Whitewash“ í Ekkisens, kjallara Bergstaðastrætis 25B, næsta laugardag þann 8. júlí kl. 18.00. Verið hjartanlega velkomin á opnun. Sýningin stendur til 22. júlí og verður opin frá kl. 16 – 19 mið – fös og 15 -18 um helgar. Á sýningartímanum mun hið ýmsa gjörningarlistafólk halda gjörninga útfrá hugtakinu Hvíþvottur. Gjörningarhófin verða á opnun, á lokun og á fimmtudögunum 13. og 20. júlí. Nánar auglýst jafnóðum.

hljóðinnsetning eftir Julius Rothlaender

Sýning er sýnd í tveim borgum, Basel (Sviss) og Reykjavík (Ísland). Hugtakið er Hvítþvottur. Áhorfendur verða þátttakendur í hluta sýningarinnar þar sem efniviðurinn kemur að hluta til frá þeim. Á sýningartímanum er fólki boðið að gefa lítinn hlut eða flík sem þarfnast varðveislu, endurhleðslu eða umbreytingar og verður efniviður fyrir Hvítþvott. Hlutirnir fara í gegnum ferli hlutleysingar, umbreytingar þar sem flest ummerki eru afmáð og ókunnur hlutur birtist. Á sýningarlokum getur fólk sótt hlutinn sinn aftur í formi listaverks, ókunnur hlutur líkt og ómálaður strigi sem bíður þess að eignast nýja fortíð, nýja sögu, hvítþveginn.

Hugmyndin um Hvítþvottur verður athuguð útfrá hinni víðustu mynd, sem gefur tækifæri á ýmsum skapandi uppátækjum. Sýningunni sem slíkri er ekki ætlað að vera pólitísk þó svo að hugtakið kalli sterkt á þær skírskotanir. Opnast þannig víðari túlkunarmöguleikar sem gaman er að snerta á. Snertiflötur sýningarinnar er athugun á manneskjunni, biografíu hennar og lífshlaupi. Hvernig skilgreinum við fortíð okkar og framtíð. Hvernig hafa gjörðir og viðburðir fortíðar áhrif á heildarmyndina. Hvar stöndum við í sögulegu samhengi. Sýningin samanstendur af teikningum, skúlptúrum, innsetningum, gjörningum, hjóðverki og myndbandsverki sem fjalla um hugtakið beint eða óbeint.

Haldnir verða gjörningar á sýningartímanum, hugkveikjur og þáttökurými skapað. Sýningarstaðirnir Basel – Reykjavík kalla á spennandi rannsókn, hver verður útkoman á mismunandi stöðum í mismunandi regluverki. Öðrum listamönnum í báðum borgum mun vera boðin þátttaka með gjörningum og uppákomum.

Úa von (f. 1976) útskrifaðist með BA úr Listaháskóla Íslands 2014. Hún nam eina önn við Akademie der bildenden kunste Í Vín. Úa vinnur í hina ýmsu miðla – skúlptúr, teikningar, málun, gjörninga, hljóðinnsetningar og videó, oft ímyndir eða sýnir sem birtast í undivitundinni.

Listamenn sem taka þátt:
(Fleiri verða kynntir jafnóðum.)

Auður Ómarsdóttir
Bjarki Þór Sólmundsson
Elísabet Birta Sveinsdóttir
Julius Pollux Rothlaender
Kolfinna Nikulásdóttir
Lovísa Lóa Sigurðardóttir
Ragnheiður Gestsdóttir


Tónsion: Halldór Sörli og Victoria Björk

Sýningarstjóri: Jasper Bock 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com