17199108 10155146036192792 1056455526 N

Týningin sem sýnist í Mjólkurbúðinni

Karólína Baldvinsdóttir opnar myndlistasýninguna ,,Týningin sem sýnist” í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri föstudagskvöldið 17.mars kl. 20.
Á sýningunni eru olíumálverk, sem unnin voru á síðastliðnu ári og áttu að sýnast í desember s.l., þá undir nafninu Er það? En þar sem farangurinn týndist í flugi varð ekkert úr því þá, en nú er sýningin hins vegar komin í leitirnar, hefur tekið stakkaskiptum og nafnaskiptum og nefnist nú Týningin sem sýnist, með leyfi frá mismælandanum Samúeli Lúkasi. Verkin eru túlkun höfundar á samtímanum á ýmsum snertiflötum og tilfinningarófum.

Karólína Baldvinsdóttir er listakona, kennari, hjúkrunarfræðingur, mamma og ýmislegt annað. Hún er fædd og uppalin að mestu á Akureyri, en hefur, eftir að uppeldi lauk, farið víðar til dvalar og starfa. Hún útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri árið 2014 og hefur síðan þá tekið þátt í og staðið fyrir ýmsum einka- og samsýningum og verkefnum, auk þess að vera ein af stofnendum Rótar á Akureyri, sem haldin hefur verið undanfarin 3 ár. Undanfarin ár hefur Karólína verið búsett í Barcelona á Spáni, með fjölskyldu sinni, þar sem þessi sýning varð til.

Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og stendur til 26.mars.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com