Atryggva1

Tvísýna (Precious / Precarious) Anna Rún Tryggvadóttir 2019

Earth-Body, Museo Del Instituto Geología de la UNAM, Mexíkóborg 05.02.19-07.04.19

Sýningarstjórar Jonatan Habib Enqvist & Gabriel Mestre

Verkið Tvísýna var unnið sérstaklega fyrir sýninguna Earth – Body. og inn í samhengi jarðfræðisafnsins í Mexíkó þar sem sýningin stendur yfir. Jarðfræðisafnið er partur af rannsóknarsetri UNAM háskólans í Mexíkó og hýsir allt að 400 ára gamla safneign jarðfræðistofnunar UNAM, eitt elsta og viðamesta safn jarðfræðilegra heimilda í Latnesku Ameríku og heiminum.

12 listamönnum var boðið að vinna staðbundið inn í safnið sem er í upprunalegri mynd frá opnun þess árið 1906. Byggingin sjálf og framsetning safneignarinnar opinberar hugmyndir og drauma aldamótanna 1900, bæði í vísindum og pólitík. Staðsetningin og samhengi safnsins veitir verkum myndlistarmannanna farveg fyrir samtal við módernisma, mis-vel-heppnaðar; hugmyndir framfarir og samfélagslega þróun þess tíma. Auk þess að vinna fjarri hinu venjubundnu samhengi stofnanna sem samtímamyndlist er jafnan sýnd í. Sýningin tekur á málefnum feminisma, náttúru, fólksflótta og afnýlenduvæðingu.

Í verkinu Tvísýna eru sýnidæmi úr safneigninni leidd inn í tíma og ferilbundna innsetningu ásamt steinum sem fundust á víðavangi í Mexíkóborg.

Framgangi verksins er stjórnað og viðhaldið af vélrænu kerfi sem ýmist hringsnýr eða leiðir litaðann vökva að steinunum. Steinarnir úr safneigninni og fundnir steinar skipa ólík hlutverk í lifandi ferli sem endurspeglar ólíkan uppruna þeirra. Gjörningur verksins er síkvikur og setur spurningar við gildismati okkar á ólíkum þáttum náttúrnnar.
Hvað er þess virði að varðveita og hvað er það ekki. Verkið er upptiktað hringrásarferli náttúrulegra fyrirbæra, sem er viðhaldið í gegnum
tæknilega verkan.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com