Tveir Hrafnar.logo

Tveir hrafnar listhús: Þórdís Aðalsteinsdóttir opnar sýninguna Óáreiðanleg vitni 1. nóvember 2019

Hjartanlega velkomin á opnun sýningar Þórdísar Aðalsteinsdóttur, Óáreiðanleg vitni, föstudaginn 1. nóvember á milli klukkan 17:00 & 19:00 í Tveimur hröfnum listhúsi – Baldursgötu 12. Sýningin inniheldur ný myndverk Þórdísar og mun hún standa til 30. nóvember.

Welcome to the opening of Thordis Adalsteinsdottir´s exhibition, Friday November 1st, between 5 & 7pm at Tveir Hrafnar – Art Gallery, Baldursgata 12 – 101 Reykjavík. The exhibition features new artwork by Thordis and will run until November 30.  

Þórdís Aðalsteinsdóttir (1975) stundaði nám við Myndlista og handíðaskóla Íslands 1996 til 1999 (BFA), Universidad de Barcelona 1999 til 2000 og School of Visual Arts í New York 2001 til 2003 (MFA). Þórdís, sem er einn af okkar allra virtustu myndlistarmönnum, hefur búið til fjölda ára í New York og unnið þar meðal annars með hinu virta Stux Gallery, frá 2003 – en þar opnaði hún sína sjöundu einkasýningu 2017. Hún hefur sýnt í virtum söfnum og galleríum víða um heim og hlotið fjölda viðurkenninga og tilnefninga fyrir listsköpun sína, þar á meðal Carnegie Art Award 2008. Þórdís sem nú bæði starfar og býr í Reykjavík og New York, hélt síðustu einkasýningu sína á Íslandi hjá Tveimur hröfnum listhúsi 2017 en þar á undan á Kjarvalsstöðum árið 2006. 

Thordis Adalsteinsdottir (1975) was born in Reykjavík, Iceland. From 1999 to 2000, she attended the Universidad de Barcelona, receiving a BFA from the Icelandic Academy of Arts in 1999 and a MFA from the School of Visual Arts, New York in 2003. Thordis, who is one of our most prestigious artists, has lived and worked in New York for many years, and from 2003 worked with the well respected Stux Gallery, where she opened her seventh solo exhibition 2017. Thordis has exhibited in major museums and galleries world-wide and received numerous awards and nominations for her works included Carnegie Art Awards 2008. Thordis lives and works in Reykjavík and New York. Her last solo exhibition in Iceland took place at Tveir hrafnar – Art Gallery 2017 and before that at “Kjarvalsstaðir”, – Reykjavík Art Museum, 2006.
 

„Svartur hundur drekkur með mér morgunkaffi þar sem ég átti að vera örugg í fjarlægðinni. Við drekkum úr bollum ömmu minnar vegna viðkvæmra minninga og einnig heillumst við af litum og mynstri sjöunda áratugarins. Á sama tíma opna tvær konur og ein skjaldbaka gluggana og slökkva ljósin einhvern desembermorgun. Þær skríða um ískalt risastórt rúmið, hvíslandi í myrkrinu, og reyna að finna hver aðra. Anarkistinn Voltairine de Cleyre lést árið 1912, en til er ljósmynd af henni haldandi á kettlingnum sem kom útúr skóginum bakvið húsið mitt árið 2018. Á myndinni situr hún í gluggakistunni sem þjónað hefur sem út-og inngönguleið fyrir ketti og mannfólk, kaffi og kokteila. Þrátt fyrir mikla vinnu, þá tókst ekki að kenna mér að haga mér.

Miðaldra maður stendur við gluggann og talar eins og köttur og það veitir mér gleði. Kettirnir tala líka við hann en þeir eru óáreiðanleg vitni.

Ég kann nú að stilla úrið sem ég á ekki, og bind miklar vonir við að fá að skila því.” 

ÞA   

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com