DSC58092.110158

Tveir áttungar – Listamannaspjall og sýningarlok

(English below)

Fimmtudaginn 30. júní kl 17:00 mun Kristinn E. Hrafnsson leiða gesti í gegnum sýningu sína Tveir áttungar sem stendur nú yfir í Hverfisgalleríi.

Þessi vika er jafnframt síðasta sýningarvikan en henni lýkur laugardaginn 2. júlí.

Allir eru velkomnir.

Titill sýningarinnar dregur heiti sitt af stálskúlptúr sem samanstendur af tveimur áttungum úr kúlu. Í verkum Kristins má greina heimspekilegan þráð og vangaveltur um rúm og tíma, hreyfingu, afstæði og tungumál. List hans fjallar um manninn og skilning hans á umhverfi sínu og hvernig náttúran mótar sýn hans og samskipti. Samband listaverksins við vettvanginn er mikilvægur þáttur í verkum hans, en á ferli sínum hefur Kristinn gert fjölda umhverfisverka, ýmist einn eða í samvinnu með öðrum. Ljóðrænir textar gegna stóru hlutverki í verkum hans.

Kristinn E. Hrafnsson er fæddur árið 1960 á Ólafsfirði. Hann stundaði nám í Myndlistaskólanum á Akureyri og Myndlista- og handíðaskóla Íslands og lauk framhaldsnámi í Akademie der Bildenden Künste í München í Þýskalandi árið 1990. Á ferli sínum hefur Kristinn gert fjölda verka sem hafa verið sýnd á Íslandi og víða um Evrópu og er verk hans að finna í öllum helstu listasöfnum á Íslandi.

keh.is

________________________
Thursday June 30th at 5 pm Kristinn E. Hrafnsson will have an artist talk about his exhibition Two Octants which is the current exhibition at Hverfisgalleri.

This is also the final week of the exhibition but it ends this coming Saturday July 2nd.

Everybody is welcome.

The exhibition draws its name from a large steel sculpture consisting of two octants within a ball. In Kristinn´s works one can detect a philosophical thread and a pondering of time, space, movement, relativity and language. His art deals with people, and man´s understanding of his surroundings and how nature influences his outlook and relationships. The relationship between the artwork and its surroundings has always been an important aspect of his work, but throughout his career Kristinn has created numerous site specific works, outdoors and indoors, both in collaboration with architects and as solo projects. Poetic texts play an important role in his works.

Kristinn E. Hrafnsson was born in 1960 in Ólafsfjörður, Iceland. He studied at the Icelandic Collage of Arts and Crafts and finished his graduate studies at Akademie der Bildenden Künste in München, Germany in 1990. Kristinn’s works have been exhibited widely in Iceland and in Europe, and his works belong to all of Iceland’s major museums.

keh.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com