Ævintýraland12

Tvær sýningar á Borgarbókasafninu í Spönginni

Sýningar | Leyndardómar og ævintýr

Ævintýraland

Á fyrri sýningunni má sjá afrakstur nokkurra námskeiða í ullarþæfingu, málun og teikningu sem haldin hafa verið hjá Hlutverkasetri á árinu. Falleg dýr og litrík húsakynni þeirra mynda ævintýraheim sem gleður augað.

Leyndardómar Grafarvogs
Sýningin samanstendur af ljósmyndum sem íbúar Grafarvogs sendu inn í ljósmyndasamkeppni sem bókasafnið stóð fyrir í haust og nefndist Leyndardómar Grafarvogs. Sigurvergari var Þórður Kr. Jóhannesson og má sjá vinningsmyndina í viðhengi.

Ljósmynd: Þórður Kr. Jóhannesson

Borgarbókasafn | Menningarhús Spönginni
Alla daga á meðan safnið er opið

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com