Ttyggvi Ólafsson A4 Veggspjald

Tryggvi Ólafsson sýnir ný grafíkverk á Mokka

Tryggvi sýnir ný grafíkverk á Mokka frá 24. ágúst til 3. október.

Þetta er fimmta einkasýning Tryggva á Mokka, en hans fyrsta sýning var í „Fjósinu“ fyrir aftan Menntaskólann í Reykjavík þar sem var utan skóla við nám árið 1960.

Tryggvi hefur notið hylli þjóðarinnar um árabil og hefur lengst af unnið að list sinni í Danmörku þar sem hann bjó í rúm 40 ár. Hann hefur sýnt víða um heim og snéri sér snemma að popplist þar sem hann nýtir sér efni og form bæði frá fortíð og nútíð. Það er mikill skáldskapur í verkum Tryggva, þau eru póetísk, djörf og mjög persónuleg.

Eftir slys 2007 flutti Tryggvi til Íslands og hefur ekki getað málað síðan þá. Hann er þó ekki alveg að baki dottinn og snúið sér aftur að grafíkinni, öll verkin sem hann sýnir nú eru öll unnin hér á landi á síðustu fjórum til fimm árum.

Sýningin er sölusýning, þeir sem hafa áhuga á að eignast verk, geta fengið upplýsingar hjá starfsfólki Mokka eða haft samband með tölvupósti mokkaart@gmail.com

Sjötíu árituð og númeruð eintök.

Opið daglega frá kl. 8.00 til 19.30.

Allir velkomnir.

Mokka  |  Skólavörðustíg 3a  |  mokkaart@gmail.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com