ManudurMyndlistar Logo Katrin

Torg, listamessa í Reykjavík – framlengdur umsóknarfrestur

Myndlistarmessan Torgið í Reykjavík fer fram á Hlöðuloftinu á Korpúlfsstöðum fimmtudaginn 3. október og stendur til sunnudagsins 6. oktober 2019.

Einungis félagsmönnum SÍM er boðin þáttaka.

A.T.H 

Sú breyting verður á að allir básarnir verða jafn stórir þ.e. átta þil hver bás.

Skráning fer fram HÉR og lýkur miðvikudaginn 15.maí 2019. 

Þeir sem ætla að vera með þurfa að greiða 10.000 krónur í staðfestingagjald um leið og sótt er um. Upphæðin gengur síðan uppí kostnað við básana. 

Þetta gjald greiðist inn í reikning: 0101 – 05 – 265079 

kt. 551283-0709

Mikilvægt er að senda kvittun á netfangið manudurmyndlistar@gmail.com með skýringunni TORG.

Torg – Listamessa í Reykjavík er hugsuð fyrir myndlistarlistamenn til kynna sig og myndlist sína. 

Ætlunin er að veita áhugafólki um íslenska myndlist tækifæri til að fjárfesta í myndlist með beinum samskiptum og samtali við myndlistarmanninn.

Leigðir verða sýningarbásar, sam settir eru saman úr hvítum þiljum og er hvert þil 1 meter á breidd sinnum 2,30 metrar á hæð.

Básarnir hugsaðir fyrir einstaklinga eða hópa og verða, eins fyrr hefur komið fram, allir með 8 þiljum.

SÍM mun bjóða upp á greiðslusamninga við kaup á listaverki sem gera kaupanda kleift að greiða listaverk upp með jöfnum mánaðargreiðslum og án vaxta í mest 36 mánuði. Samningurinn má ekki vera gerður fyrir hærri upphæð en 500.000 kr. 

Með þessum hætti aukast möguleikar á viðskiptum milli listamanna og kaupanda.

Auglýsingaherferð er fyrirhuguð í tengslum við verkefnið, meðal annars með útgáfa á kynningarbækling. Í honum koma munu fram upplýsingar um þá listamenn sem taka þátt í Torgi – Listamessu í Reykjavík, mynd af verki eftir þá og upplýsingar um á hvaða bás listamanninn verður að finna. 

Gögnum vegna bæklingsins verður að skila í síðasta lagi 1.júní 2019.

Í fyrra tókst mjög vel mjög vel til og var því ákveðið að endurtaka þennan gjörning með endurbættu sniði.

F.h. Mánaðar myndlistar 2019

Valgerður Einarsdóttir, Verkefnastjóri Mánaðar myndlistar Anna Eyjólfsdóttir, Formaður SÍM  

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com