TORG – Listamessa í Reykjavík verður haldin í sjötta sinn dagana 4.–13. október 2024 á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum. Listamessan er einn stærsti sýningar- og söluvettvangur myndlistar á Íslandi í dag.
Opnunarviðburður TORGS – Listamessu verður föstudaginn 4. október milli 17 og 19. Frítt inn og öll velkomin!
Á fjórða tug listamanna taka þátt í ár en tilgangur listamessunnar er að auka sýnileika og kynningu á íslenskri samtímalist. Sýningarstjóri TORG – Listamessu er Paulina Kuhn.
Sérstaða listamessunnar er sú að lögð er áhersla á persónuleg og milliliðalaus samskipti við fjölbreytta flóru listamanna sem starfandi eru á Íslandi. Á listamessunni skapast tækifæri til þess að kynnast listamönnunum og eiga við þá persónulegt samtal. Áhugasömum gefst þar að auki kostur á að eignast listaverk eftir listamenn, milliliðalaust, og styðja um leið við áframhaldandi öflugt listalíf.
TORG er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna með stuðningi frá Reykjavíkurborg.
Styrktar- og samstarsaðilar:



Opnunarviðburður:
Föstudagur 4. Október 17-19
Aðrir opnunartímar:
Laugardagur 5. október 12-16
Sunnudagur 6. október 12-16
Laugardagur 12. október 12-16
Sunnudagur 13. október 12-16
Hafa samband
SÍM - Samband íslenskra myndlistarmanna
s 551 1346
Staðsetning
SÍM Hlöðuloft, Korpúlfsstaðir, Thorsvegur 1, 112 Reykjavík