TORG Listamessa

TORG – Listamessa í Reykjavík verður haldin í sjöunda sinn dagana 3.–11. október 2025 á Hlöðuloftinu, Korpúlfsstöðum. Listamessan er einn stærsti sýningar- og söluvettvangur myndlistar á Íslandi í dag.
Sýningarstjóri TORG – Listamessu er Paulina Kuhn.
Sérstaða listamessunnar er sú að lögð er áhersla á persónuleg og milliliðalaus samskipti við fjölbreytta flóru listamanna sem starfandi eru á Íslandi. Á listamessunni skapast tækifæri til þess að kynnast listamönnunum og eiga við þá persónulegt samtal. Áhugasömum gefst þar að auki kostur á að eignast listaverk eftir listamenn, milliliðalaust, og styðja um leið við áframhaldandi öflugt listalíf.
TORG er skipulagt af Sambandi íslenskra myndlistarmanna með stuðningi frá Reykjavíkurborg.
Hafa samband
SÍM - Samband íslenskra myndlistarmanna
s 551 1346
Staðsetning
SÍM Hlöðuloft, Korpúlfsstaðir, Thorsvegur 1, 112 Reykjavík