TÓNLEIKAR Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR, 15. ÁGÚST

SUMARTÓNLEIKAR Í LISTASAFNI SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR, ÞRIÐJUDAGINN 15. ÁGÚST KL. 20:30.

Fjárlaganefnd flytur íslensk kvöldljóð og ítalska og enska madrigala í Listasafni Sigurjóns.

Fjárlaganefnd er oktett, án undirleiks, skipaður nemendum Tónlistarskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Hann kom fyrst sam­an í jan­úar 2016 til að taka þátt í nám­skeiði á veg­­um Paul Phoenix, sem var tenór Kings Singers um tveggja ára­tuga skeið. Á þeim þremur misserum sem hóp­ur­inn hef­ur starf­að hef­ur hann með­al ann­ars tek­ið þátt í Sumar­tón­leik­um í Skál­holti, Óp­eru­dög­um í Kópa­vogi og af­mælis­tónleik­um Jóns Nordal. Hann hefur einn­ig hald­ið fjölda tón­leika á eig­in vegum og styrktar­tón­leika fyrir Lands­björgu á veg­um þýska sendi­ráðs­ins í des­emb­er síð­asta árs.

Um efnisskrána segja þau: „Á móti ís­lenskri kvöld­kyrrð­inni koma mad­rigal­arn­ir, glettn­ir og oft klúr­ir − popp­lög síns tíma − og henta sér­lega vel fyrir þau sum­ar­kvöld sem ekki eru jafn kyrr­lát.“

Fjár­laga­nefnd skipa Sól­veig Sig­urð­ar­dótt­ir og Ásta Marý Stef­áns­dótt­ir sópr­an, Frey­dís Þrastar­dótt­ir og Val­gerð­ur Helga­dótt­ir alt, Gunnar Guðni Harðarson og Gunn­ar Thor Örn­ólfs­son ten­ór og bass­arn­ir Böðv­ar Ingi H. Geir­finns­son og Ragn­ar Pét­ur Jó­hanns­son.

Tónleikarnir hefjast stundvíslega klukkan 20:30 og standa án hlés í því sem næst eina klukkustund. Kaffistofa safnsins er opin eftir tónleikana og gefst gestum kostur á að hitta flytjendur þar. 

Miðasala er við inn­gang­inn og aðgangseyrir er 2.500 kr. Tekið er við greiðslukortum. 

Listasafn Sigurjóns Ólafssonar
Laugarnestanga 70
Heimasíða: www.lso.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com