Square Picture 1 1

TÓNLEIKAR Í LISTASAFNI ÍSLANDS UNG, NORDISK MUSIK 15. ágúst

Tónleikar í Listasafni Íslands, þriðjudaginn 15. ágúst kl. 15.

Ungir tónsmiðir af Norðurlöndunum koma saman í Reykjavík 14. – 19. ágúst næstkomandi í tilefni af hinni árlegu tónlistarhátíð Ung Nordisk Musik.
Yfirskrift hátíðinnar verður að þessu sinni Music and Space, en alls taka 35 tónskáld þátt í hátíðinni sem færist á milli Norðurlandanna á hverju ári.
Sjö tónleikar verða haldnir yfir vikuna, auk tveggja fyrirlestra á vegum tónskáldanna Önnu Þorvaldsdóttur og Raviv Ganchrow.
Hátíðin sýnir þverskurð af því nýjasta sem er að gerast hjá ungum tónskáldum, og er hvert verk sérvalið af dómnefnd til þáttöku á hátíðinni. Tónleikar munu fara fram víðsvegar – í Hörpu, Fríkirkjunni, Norræna Húsinu, Húrra, Skálholtskirkju, Listasafni Íslands og Listaháskóla Íslands.

Aðgangur er ókeypis á alla viðburði.

Efnisskrá:

Jesper Appelgren

Volto di pietra
fyrir fiðlu, bassaklarinett og þrjár þakflísar

Bára Gísladóttir
Suzuki Baleno
fyrir sópran, þverflautu, klarinett, slagverk og fiðlu

Sigrún Jónsdóttir
Fluctuations – Through air, light and time
fyrir fiðlu, slagverk og rafhljóð

Kristin Boussard
Dry Your Ice
fyrir þurrís og málmhluti

Finnur Karlsson
From the Filter
fyrir sópran, þverflautu, klarinett, slagverk og fiðlu

Petter Haukaas
Innesi
fyrir sex slagverksleikara

Flytjendur: 

Björk Níelsdóttir, sópran
Grímur Helgason, klarinettur
María Ösp Ómarsdóttir, þverflauta
Laufey Jensdóttir, fiðla
Frank Aarnink, slagverk
Ólafur Björn Ólafsson, slagverk
Viktor Ingi Guðmundsson, slagverk
Árni Áskelsson, slagverk
Svanhildur Lóa Bersveinsdóttir, slagverk
Örvar Erling Árnason, slagverk
Kristin Boussard, þurrís og málmhlutir
Marta Tiesenga, sópran saxófónn
Albert Sölvi Óskarsson, altó saxófónn
Björgvin Ragnar Hjálmarsson, tenór saxófónn
Rósa Guðrún Sveinsdóttir, baritón saxófónn
Ari Hróðmarsson, stjórnandi

Nánari upplýsingar má finna á https://www.ungnordiskmusik.is/

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com