Listasalur

tómir fossar – listamannaspjall í Listasal Mosfellsbæjar 16.mars kl.14

Hvernig er að sýna með pabba sínum? Hvernig er að halda sýningu með syni sínum? Getur Mosfellsbær veitt listamönnum innblástur? Af hverju eru myglaðar sítrónur á gólfinu? Af hverju þarf epli sér hillu? Hvað er málið með fjalldalafífilinn? Hvaða foss er þetta? En þessi? Hvað gerði kúrbíturinn af sér til að eiga þetta skilið?

Þessum og fleiri spurningum verður kannski – en kannski ekki – svarað í listamannaspjalli um sýninguna tómir fossar. Páll Haukur Björnsson leiðir gesti um sýninguna í Listasal Mosfellsbæjar laugardaginn 16. mars kl. 14. Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com