Cover Expo Saragamo

Töfrum slungin | Ljósmyndasýning Söru G. Amo Borgarbókasafnið | Menningarhús Grófinni 11. september – 9. október 2019

Verið velkomin á ljósmyndasýningu Söru G. Amo sem ber yfirskriftina Töfrum slungin. Sýningin verður opnuð miðvikudaginn 11. september kl. 17 í Borgarbókasafninu Grófinni.

Á sýningunni má sjá ljósmyndir sem lýsa upplifun Söru af Íslandi og hennar innra ferðalagi þar sem hún uppgötvaði eigin dulrænu hliðar með tengingu sinni við orku og yfirþyrmandi náttúru landsins.

Dúóið Ʒɛb ənd Iːwa (Jeb og Iwa)  stígur á svið kl. 17.20 og leikur blöndu af vestrænu rokki og hefðbundinni austurlenskri tónlist.

Boðið verður upp á veitingar og snakk fyrir grænkera.

Hugleiðing Söru G. Amo:

“Magic exists everywhere. I have seen it. I have felt it. It’s always all around us. It’s the wind whispering through the trees, the moss growing from a rock, the moon rising above a snow-covered mountain, the midnight sun painting the ocean red, the constant flowing of a river, the roar of a glacier. But above all, it’s within us. It’s our own perception of reality. Our willingness to see beyond. Our capacity to connect with all forms of existence on Earth. It’s our own heartbeat. Our own existence. Magic exists inside and outside us. We just have to believe to see it. We just have to open our hearts to feel it.

Iceland is the place where I had this revelation. There is a special energy here that really awakens something inside you, that makes you connect with yourself and all that surrounds you on a deeper level. It’s the force of nature, the power of the elements. A force that also exists within us.

These photographs are a reflection of my inner journey in Iceland. The women that I met and acted as a mirror of my soul, together with the places and forces of nature that took me to connect with my own magic.

“Töfrum Slungin” is an Icelandic expression that means “to be surrounded by magic”. That is exactly how I felt the moment I stepped into this island.”

Sara G. Amo er ljósmyndari og kvikmyndagerðarkona, fædd í Barcelona á Spáni. Hún hefur búið á Íslandi síðastliðin tvö ár. Ljósmyndir hennar einkennast af töfraraunsæi, blöndu list- og heimildaljósmyndunar. Flóknar mannlegar tilfinningar og náið samband manns og náttúru eru hennar helstu viðfangsefni. Í verkum hennar endurspeglast sterk tilfinning fyrir því sem marar undir yfirborði raunveruleikans.

https://cargocollective.com/saragamoart

Viðburðurinn er á Facebook á íslensku, ensku, pólsku og spænsku

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com