Tíu myndlistarsýningar, gjörningar & Endatafl í dag!

ff988914-45d4-452c-b72d-332e5ce4a14f

Tíu myndlistarsýningar, gjörningar & Endatafl.  Góða skemmtun!

Í dag verður sannkölluð  veisla fyrir listunnendur en hvorki meira né minna en tíu myndlistarsýningar og gjörningar opna í dag. 

Frenjur og fórnarlömb @Listasafn ASÍ kl. 12:00
Furðuveröld Lísu @Listasafn Einars Jónssonar kl. 13:00
BJÖRG, SÓLSKIN, HETJUR, HIMINN, HAF OG FUGLAR @Tveir Hrafnar kl. 13:00
There are two in a couple @Harbinger kl. 14:00
Holning/Physique @Týsgallerí kl. 14:00
Alexandra Navratil @Mengi kl. 14:00
Í tíma og ótíma @Þingholtsstræti 27, 2. hæð kl. 15:00
100 Kápur á Frakkastíg @Frakkastíg 9, port og garður kl. 15:00
Misty Rain @Hverfisgallerí kl. 16:00
Vorverk @Nýlistasafnið kl. 18:00 (rúta fer frá Hverfisgalleríi kl. 17:45)

Tíu sýningar og gjörningar, sjáðu hver er hvar!  Smelltu til að skoða kortið

Sérstök hátíðarsýning á Endatafli í Tjarnarbíó kl. 20:00

Í kvöld, kl. 20:00, verður sérstök hátíðarsýning á vegum Listahátíðar í Reykjavík á leikritinu Endatafl í Tjarnarbíó, en eftir sýninguna gefst áhorfendum tækifæri á að taka þátt í umræðum við listamennina (önnur hátíðarsýning verður 17. maí).

Endatafl er annað frægasta leikrit írska Nóbelsverðlaunahafans Samuel Beckett en það er leikhópurinn Svipir sem setur verkið á svið undir stjórn Kristínar Jóhannesdóttur. Leikhópinn Svipi skipa leikararnir Þorsteinn Bachmann, Þór Tulinius, Harpa Arnardóttir og Stefán Jónsson.

14. maí Endatafl @Tjarnarbíó kl. 20:00 – Kaupa miða
17. maí Endatafl @Tjarnarbíó kl. 20:00 – Kaupa miða

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com