14633070 1121841921245843 6945615770609784087 N

Tíminn í landslaginu – Jón Proppé

Tíminn í landslaginu, fyrirlestur Jóns Proppé, verður fluttur í Safnahúsinu við Hverfisgötu miðvikudaginn 2. nóvember frá 12 til 13.  Í fyrirlestrinum ræðir Jón tilurð og forsendur sýningar sinnar  í Listasafni Árnesinga árið 2013 þar sem verk Arngunnar Ýrar Gylfadóttur voru sett í samhengi verka Ásgríms Jónssonar. Fyrirlesturinn er þriðji fyrirlesturinn í fyrirlestraröð Listfræðafélagins í samvinnu við Safnahúsið nú í haust. Röðin ber yfirheitið STEFNUMÓT og í henni er áhersla lögð á sýningar sem félagar Listfræðafélagins hafa staðið fyrir á undanförnum árum og eiga það sameiginlegt að stefna saman listamönnum af ólíkum kynslóðum.

Ásgrímur Jónsson (1876–1958) var frumkvöðull í íslenskri landslagslist við upphaf tuttugustu aldar, meistari ljóss og lita sem ferðaðist um sveitir landsins með málarastriga og trönur. Landslagshefðin hvarf að miklu leyti á áttunda áratugnum þegar nýlistin var að ryðja sér til rúms en smátt og smátt hafa sumir yngri listamenn fetað sig aftur á þær slóðir. Einn af þeim er Arngunnur Ýr (1962) sem hefur leitað á marga þá staði sem Ásgrímur málaði áður, en sameinar þá líka stundum við ímyndað landslag eða fjallalandslag frá Kaliforníu þar sem hún býr þegar hún er ekki að ganga á fjöll á Íslandi eða mála á vinnustofu sinni í hrauninu fyrir ofan Hafnarfjörð.

Í fyrirlestrinum ræðir Jón forsendur sínar við gerð sýningarinnar og uppsetningu, þar sem settar voru upp tvær aðskildar sýningarheildir sem drógu jafnframt fram samband verka þessara tveggja málara hvorn við annan og í samhengi Íslensks landslagsmálverks.

 

Jón Proppé,  listheimspekingur er sjálfstætt starfandi fræðimaður og sýningarstjóri.

Nánari upplýsingar: Hlynur Helgason, form. Listfr.félags Íslands, gsm 661-8723, hlynur@fugl.is og Jón Proppé, gsm 823-3604, proppe@gmail.com

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com