SIM Logo

Tilkynning vegna félagsskírteina 2020

Kæru félagsmenn SÍM,

Undirbúningsvinna vegna félagsskírteina fyrir 2020 er komin á fullt.

Til þess að við getum haft þau tilbúin strax í upphafi árs þurfum við á ykkar aðstoð að halda.

Við viljum biðja ykkur um að staðfesta rétt heimilisfang, t.d. ef þið hafið flutt á árinu. Þetta er sérstaklega mikilvægt fyrir þá sem búa erlendis. Ef skírteinið glatast í pósti vegna þess að við erum ekki rétt heimilisfang, þurfum við að panta nýtt og verðum að rukka fyrir það 2.000 kr.

Einnig er mjög mikilvægt að gæta þess að póstkassar séu rétt merktir, þar sem pósturinn ber ekki út bréf þar sem nafn passar ekki við póstkassa.

Glati félagsmaður skírteini sínu er hægt að panta nýtt fyrir 2.000kr.

Einnig vantar okkur netfang hjá einhverjum félagsmönnum, svo ef fréttabréf SÍM er ekki að berast ykkur eða aðrar upplýsingar frá SÍM, eins og til dæmis upplýsingar varðandi TORG eða Muggsstyrkinn, lausar vinnustofur og margt fleira, sendið okkur netfangið ykkar, eða látið okkur vita ef þið hafið skipt um netfang. Það skiptir okkur miklu máli að geta komið nauðsynlegum upplýsingum til félagsmanna SÍM.

Einnig er hægt að skrá sig á póstlistann HÉR

Fyrir þá sem vilja skipta um mynd á skírteinum sínum er það sjálfsagt mál. Nýjar myndir verða þó að berast fyrir 29. nóvember 2019 í síðasta lagi.

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að senda okkur póst á netfangið sim@sim.is

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com