Tilkynning um nýjan stjórnarmann í stjórn Listaháskóla Íslands

Stjórn Baklands Listaháskóla Íslands skipaði á fundi sínum 27.apríl sl. Ólaf Svein Gíslason myndlistarmann og fv. prófessor við LHÍ stjórnarmann í stjórn LHÍ til 2020 í stað Jóhannesar Þórðarsonar. Varamaður hans verður Sindri Páll Sigurðsson, iðnhönnuður hjá Össuri.

Það er Baklandinu ítrekuð gleði hve hæfni og styrkur þeirra sem bjóða sig fram til þessarar stjórnarsetu er mikil. Ber hún vitni mikilvægi skólans fyrir lista- og hönnunarsamfélagið og metnað þess sama samfélags fyrir skólanum.

Ólafur er virtur fyrir myndlistarstörf sín, verk og sýningar, en hefur auk þess mikla kennslureynslu hér á landi og erlendis. Ólafur var prófessor við myndlistardeild LHÍ frá 2007-2015 og gegndi tvisvar tímabundið stöðu deildarforseta myndlistardeildar.

Sindri er iðnhönnuður hjá Össuri og hefur sinnt stundarkennslu við LHÍ samhliða.

Baklandið býður þá velkomna til starfa og þakkar á sama tíma Jóhannesi Þórðarsyni arkitekti vel unnin störf í þágu skólans, en hann hefur komið að rekstri skólans meira og minna frá 2005, fyrst sem deildarforseti hönnunar- og arkitektúrdeildar 2005-2012 og svo sem stjórnarfulltrúi félags Listaháskóla/Baklandsins 2014-2017.

Fulltrúar Baklandsins í stjórn skólans eru, eftir þessa breytingu:

  • Halla Helgadóttir, hönnuður og framkvæmdastjóri Hönnunarmiðstöðvar
  • Rúnar Óskarsson, tónlistarmaður
  • Ólafur Sveinn Gíslason, myndlistamaður
WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com