Tilboð fyrir félagsmenn SÍM á sýningu “Da Da dans” í kvöld 24. nóv

Við viljum gjarnan bjóða félagsmönnum SÍM sérstakt samdægurstilboð á sýningu Íslenska dansflokksins Da Da dans eftir Ingu Huld Hákonardóttur og Rósu Ómarsdóttur. Ef pantað er á sýninguna í kvöld geta félagsmenn fengið miðann á einungis 2000 krónur (gegn framvísun félagsskírtenis)

Þórdís Erla Zoega sá um búninga og leikmynd en hvor tveggja hefur vakið mikla athygli. Tónlist er í höndum Sveinbjörns Thorarensen (Hermigervill) sem hefur ekki síður vakið athygli og jákvæð viðbrögð!

 

Dadaismi spratt upp úr vitfirringu fyrri heimsstyrjaldar og var meginmarkmið hans að skapa fjarstæðukennd verk sem hristu upp í hugmyndum fólks um tilgang og virði listarinnar. Dadaismi boðaði nýtt upphaf með því að rísa upp gegn ríkjandi hefðum í list og lífi.
Sýningin DaDa Dans hefst á Dada-dansveislu í forsal leikhússins fyrir sýningu. Veislan verður í formi upplestra, dans, gjörninga og skúlptúra. Þá munu dadadraugar á borð við Hugo Ball og Tristan Tzara auk Mary Wigman og Isadoru Duncan jafnvel gera vart við sig í veislunni.

 

****,,Stórskemmtilegt og frumlegt dansverk sem hleypti áhorfandanum með í hugarferðalag” K.H, Fréttablaðið

,,Hönnun leikmyndar, leikmuna, búninga, ljósa og danstakta var svo vel af hendi leyst að ég sá nánast engin feilspor þar á. Dansararnir allir fimir og frjálsir í sinni túlkun svo unun var á að horfa.” T.Ó, Starafugl

,, .. mæli ég með þessu dáleiðandi og þéttofna verki sem svo sannarlega fær mann til að hugsa um ástandið í dag..” S.A.J, Víðsjá

,,Þetta er ofsalega falleg sýning og aðgengileg, fallegir búningar og mjög skemmtileg tónlist eftir Sveinbjörn Thorarensen.” S.G.M, Kastljós

 

Þessi sýning er frábært dæmi um samstarf þvert á listgreinar þar sem tónlist, dans og myndlist sameinast einstaklega vel í þessari eftirminningu kvöldstund.

Miðapantarnir í miðasölu Borgarleikhússins S: 568-5500

Sýningin hefst 20:07 á Nýja sviði Borgarleikhússins.

 

Heba Eir Kjeld

Markaðsstjóri Íslenska dansflokksins
sími 588 0900 / gsm 847 8472

email: heba@id.is

www.id.is

 

Kíkið á okkur á Facebook – Instagram – Twitter

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com