
Til hamingju Steinunn Önnudóttir!
Samband íslenskra myndlistarmanna óskar Steinunni Önnudóttur innilega til hamingju með styrkinn úr styrktarsjóði Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur.
Styrkurinn var afhentur við hátíðlega athöfn og kynningu á myndlistarverkum Steinunnar í Listasafni Íslands í gær, mánudaginn 18.nóvember.
Fyrir hönd SÍM, Anna Eyjólfsdóttir, Formaður
