Helgapáley1

Þula: Húsvörður slær í gegn – Helga Páley Friðþjófsdóttir

Einkasýning Helgu Páleyjar Friðþjófsdóttur opnar í Þulu laugardaginn 10. apríl og stendur opnunin frá 14-18. Sýningin stendur yfir til 25.apríl og verður opið í galleríinu 14-18 alla daga 10-25. apríl.

Helga Páley Friðþjófsdóttir hefur í verkum sínum notað teikningu, meðal annars til þess að kanna mörk miðilsins, bæði á striga og í skúlptúr. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum, bæði hér á landi og erlendis. Helga var meðlimur í listamanna rekna galleríinu Kunstschlager í Reykjavík. Hún hefur enn fremur tekið þátt í ýmsum verkefnum, eins og Frystiklefanum í Rifi og var listrænn stjórnandi listahátíðarinnar Ærings.

Helga lauk námi við myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Samhliða myndlistinni hefur hún einnig unnið sem teiknari, bæði við myndskreytingar og hreyfimyndagerð (e. illustrator og animator). Helga býr og starfar í Reykjavík.


“Þetta er rómantísk hugmyndin af húsverði. Fámáll einfari sem sinnir vel sinni vinnu, lifir sáttur og sæll djúft í sínum eiginn hugarheimi. Eiginleiki sem getur tapast við að verða fullorðin.
Þegar lífsgæða kapphlaupið og annríki hversdagsins gleypir okkur. 

Þegar við hættum að geta séð okkur sjálf nema í gegnum aðra. 

Allt sem við gerum á að vera árangurs tengt annað er tímaeiðsla. 
Þessi húsvörður vann lífið, hann spilar hasarmyndir í huganum og brosir út í annað af æðisgengnu vitleisunni sem honum dettur í hug. Núna er hann fiðrildi og allt sem er svart drekkur í sig ljós þangað til að ekkert er eftir, hann er sá eini sem veit hvernig á að stoppa það.
Þetta er alltaf að gerast við tökum bara ekki eftir því.”

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com