SUNNEVA2

ÞULA GALLERY: Undirlög – Sunneva Ása Weisshappel

Þula kynnir einkasýningu Sunnevu Ásu Weisshappel, Undirlög.

Sýningin opnar laugardaginn 6. febrúar frá 14-18 og stendur til 28. febrúar.

Sunneva Ása Weisshappel útskrifaðist af myndlistarbraut við Listaháskóla Íslands árið 2013. Málverk, gjörningar, innsetningar, myndbönd, búninga og leikmyndahönnun hafa verið tjáningarform Sunnevu. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna og tilnefninga fyrir verk sín.

Hidden Tendency 1

Í sýningunni Undirlög sýnir Sunneva verk sem unnin eru í ferli. Strigi sem er saumaður saman og hvert lag meðhöndlað á ólíkan máta. Saman mynda lögin verk sem er marglaga, hrátt og tímatengt. Striginn verður eins konar gjörningur og það sem gerist inn í stúdeoinu hefur ekki fastmótaðan upphafspunkt og er skapað í flæði.

“Viðfangsefni mín í málverkinu eru efni lifandi stunda og ytra og innra ástand manneskjunnar. Ég vinn með samruna hugans og líkama og nota lífið sem rannsóknarvettvang. Fyrir mér er málverkið tvívítt hugarástand sem ég rannsaka með því að skapa andstöðu, togstreytu, sameiningu og/eða glundroða með þeim vinnuaðferðum sem ég hef tileinkað mér. Málverkin mín eru eins og manneskjan sem er alls konar, flókin, falleg, ljót, marglaga, full af andstæðum, mistökum, tilfinningum og mótsögnum.”

**Munum grímurnar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com