Þula

Þula Gallery: The Perfect Body – Anna Maggý

Þula kynnir sýningu Önnu Maggýjar, The Perfect Body.

Sýningin opnar 1.maí 14-19 og stendur til 23.maí.

Í verkum sýningarinnar leikur Anna Maggý sér að brenglun á formum mannslíkamans. Í þeim vill listamaðurinn kanna mörkin á milli þess sem er samfélagslega samþykkt fegurð og þess sem er ósamþykkt, skoða kraftinn sem felst í formleysunni. Í gegnum tíðina hefur mannveran og samfélagið reynt að skapa hina fullkomnu manneskju. Við erum föst í líkamanum, forminu, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Okkur er ætlað að sjá brenglun, ófullkomleika, eitthvað sem hægt er að bæta eða breyta, skipta út, hliðra, ummynda. Hinn skapaði fullkomleiki er þó jafn síbreytilegur og tunglstaðan frá degi til dags. Mörkin eru óljós og skolast sífellt til.

Anna Maggý hefur nýtt sér ljósmyndun við gerð verka sinna en einnig má þar sjá notkun ýmissa annarra miðla á borð við myndbönd og innsetningar.
Anna Maggý stundaði nám við Ljósmyndaskólann um nokkurra ára skeið og hefur starfað sjálfstætt sem ljósmyndari og leikstjóri síðan, en ljósmyndir hennar hafa prýtt síður tímarita um allan heim.

‘’She’s thought of as one of the best Icelandic photographers of her generation’’- Vogue Italia

*Allar sóttvarnir verða í hávegum hafðar og munum grímurnar

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com