DSC09026

Þrjár þýskar listakonur opna sýninguna Októberfest þann 21.10 í Art gallerý Gátt

Októberfest í ARTgallery GÁTT Kópavogi

Þrjár þýskar myndlistarkonur opna sýningu á verkum sínun í Gallerí Gátt, Kópavogi, nk. laugardag þ. 21/10 undir heitinu Oktoberfest fyrir öll skilningarvitin. Opnunin verður á laugardaginn kl 15-18 og stendur sýningin aðeins til 29. Október. Sýningin verður opin alla daga frá kl 15-18.

Listakonurnar Andrea Bock, Heimgard Quinat og Viola Taxis koma allar frá Suður Þýskalandi og eiga að baki fjölmargar samsýningar og einkasýningar. Þær eru allar fyrrum nemendur Markúsar Lupertz sem er einn af frægustu expressionistum Þýskalands. Þjóðverkar hafa síðustu aldirnar komið saman í októbermánuði til að fagna konunglegu brúðkaupi Lúðvíks prins og Therese aðalsmeyjar árið 1810 með söng og drykk. Gallerí Gátt hefur fjölmargar tengingar við þýska listaheiminn og vill af þeim sökum minnast hins konunglega brúðlaups á viðeigandi hátt, með oktoberfest.  Listakonurnar þrjár koma með andblæ frá Bayern, verkin þeirra eru sprottin úr þýskum veruleika nútímans, félagar í Gátt munu bjóða uppá veitingar og standa fyrir sönglistinni sem er óaðskiljanlegur hluti þessa fagnaðar.

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com