Margret Elisabet Olafsdottir Prent

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri: Margrét Elísabet Ólafsdóttir

Þriðjudaginn 18. október kl. 17-17.40 heldur Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Áhrif nútímalistar á íslenska myndlist og myndlistarumræðu í upphafi 20 aldar. Aðgangur er ókeypis.

Margrét Elísabet er doktor í list- og fagurfræði frá Parísarháskóla og leggur stund á rannsóknir á íslenskri myndlist. Hún hefur m.a. skoðað hvernig orðræða um myndlist á meginlandi Evrópu barst til Íslands í upphafi 20. aldar og hvaða áhrif hún hafði á íslenska myndlistarumræðu á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Margrét Elísabet hefur starfað sem sýningarstjóri, gagnrýnandi, háskólakennari og blaðamaður.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona, Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

WP Facebook Auto Publish Powered By : XYZScripts.com