Margret Elisabet Olafsdottir Prent

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri: Margrét Elísabet Ólafsdóttir

Þriðjudaginn 18. október kl. 17-17.40 heldur Margrét Elísabet Ólafsdóttir, lektor í listgreinakennslu við Háskólann á Akureyri, Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Áhrif nútímalistar á íslenska myndlist og myndlistarumræðu í upphafi 20 aldar. Aðgangur er ókeypis.

Margrét Elísabet er doktor í list- og fagurfræði frá Parísarháskóla og leggur stund á rannsóknir á íslenskri myndlist. Hún hefur m.a. skoðað hvernig orðræða um myndlist á meginlandi Evrópu barst til Íslands í upphafi 20. aldar og hvaða áhrif hún hafði á íslenska myndlistarumræðu á tímum sjálfstæðisbaráttunnar. Margrét Elísabet hefur starfað sem sýningarstjóri, gagnrýnandi, háskólakennari og blaðamaður.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri og er öllum opin. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Ásdís Sif Gunnarsdóttir, myndlistarkona, Almar Alfreðsson, vöruhönnuður, Pamela Swainson, myndlistarkona, Gústav Geir Bollason, myndlistarmaður og Lárus H. List, formaður Myndlistarfélagsins.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com