Georg Óskar Prent

Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi: Georg Óskar – Sögur og annar skáldskapur

Þriðjudaginn 24. október kl. 17-17.40 heldur myndlistarmaðurinn Georg Óskar Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Sögur og annar skáldskapur. Í fyrirlestrinum mun hann fjalla um hvernig málverkið hefur nýst honum til að rýna í heiminn og tjá sig um atburði líðandi stundar. Aðgangur er ókeypis.

Georg Óskar útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2009 og lauk mastersnámi í myndlist við Kunst- og designhøgskolen í Bergen í Noregi 2016.

Þriðjudagsfyrirlestrarnir eru samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins, Verkmenntaskólans á Akureyri, Myndlistarfélagsins og Háskólans á Akureyri. Á meðal annarra fyrirlesara vetrarins eru Steinþór Kári Kárason, Hugleikur Dagsson og Jessica Tawczynski.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com