Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi: Guðmundur Heiðar Frímannsson – Á dauðans tími að vera óviss?

GHF

 

Þriðjudaginn 24. febrúar kl. 17 heldur Guðmundur Heiðar Frímannsson, heimspekingur, fyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi undir yfirskriftinni Á dauðans tími að vera óviss?

Á fyrirlestrinum skoðar Guðmundur Heiðar stöðu líknardráps og reynir að svara því hvort við eigum að geta ráðið dauðastund okkar sjálf. Hvaða rök hníga til þess og hvað mælir gegn því? Reynt verður að rökstyðja þá skoðun að við vissar kringumstæður kunni það að vera siðferðilega réttlætanlegt að stytta líf sitt og fá aðstoð til þess.

Guðmundur Heiðar Frímannsson er prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri. Hann lauk doktorsprófi í siðfræði frá Háskólanum í St. Andrews í Skotlandi.

Þetta er sjötti Þriðjudagsfyrirlestur ársins og sem fyrr fara þeir fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi á hverjum þriðjudegi kl. 17. Aðgangur er ókeypis.

Fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri og Myndlistaskólans á Akureyri. Aðrir fyrirlesarar vetrarins eru Elísabet Ásgrímsdóttir, Katrín Erna Gunnarsdóttir, María Rut Dýrfjörð, Jón Páll Eyjólfsson og Hildur Friðriksdóttir.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com