40665434 1807494136010331 4806038296503255040 N

Þriðja sýningaropnun Sugar Wounds í Ármúla

No.03 – Freyja Eilíf, Katrína Mogensen og Nína Óskarsdóttir

Verið velkomin á þriðju sýningaropnun Sugar Wounds í Ármúla 7 föstudaginn 7. september kl. 18.00 – 20:00.

Freyja, Katrína og Nína útskrifuðust frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2014 og hafa unnið saman að myndlist síðan í náminu. Meðal helstu sýningarverkefna þeirra má nefna It’s Gonna Hurt í Two Queens, Leicester árið 2016 og It’s Gonna Hurt II í Dzialdov í Berlín árið 2017.

Listamennirnir í sýnignaröð Sugar Wounds leita innblásturs í gegnum sína eigin reynslu og skynjun á umhverfi sínu og eru stjórnmál, ástarsambönd, samskipti kynjanna, sálfræði, dulspeki, neyslumenning og poppkúltúr meðal annars uppspretta í verkum þeirra. Í gegn um titilinn Sugar Wounds skapar hver listamaður súrsæt verk sem í samtali sín á milli mynda heim sem leitast við að ögra skilningarvitum og hugarheimi áhorfandans.

Boðið verður upp á léttar veitingar á opnun.

Sýningin er þriðji hluti í fjögurra sýninga röð undir titlinum Sugar Wounds í Ármúla 7.

Opnunartímar:
Föstudaga: 18-21
Laugardaga og sunnudaga: 13-17

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com