3 X KRAFT

Þreföld orka – opnun fimmtudaginn 20. júlí

Artgallery Gátt, Hamraborg 3a Kópavogur (áður Anarkía Listasalur)

Fimmtudaginn 20. júlí klukkan 17-19 opna þau Monique Becker, Hugo Mayer og Jóhanna Þórhallsdóttir málverkasýningu undir yfirskriftinni ÞREFÖLD ORKA eða 3 X KRAFT. Þau kynntust í Þýskalandi þar sem þau stunduðu nám hjá Markúsi Lüpertz, fyrrum rektor í Kunstakademíunni í Düsseldorf. Markús er með þekktustu málurum Þýsaklands, en hann er líka frægur fyrir höggmyndir sínar og jazz píanóleik.

Monique kemur frá Luxemborg en hún hefur einnig lært myndlist hjá Prof. Hermann Nitsch sem er okkur Íslendingum að góðu kunnur, en hann starfaði m.a. með Dieter Roth. Monique hefur haldið einkasýningar í Luxemborg, Belgíu, Þýskalandi og víðar.

Hugo er fæddur í Tübingen í Þýskalandi en er nú búsettur í Berlín og er með vinnustofu þar. Á árum áður stúderaði hann í Hamborg hjá Prof. Matthias Lehnhard og Prof. Kurd Alsleben Hann hætti um tíma í málverkinu og fór í það sem kallast á ensku “New Media”, einskonar tölvu-list, en fór svo aftur að mála, þar sem hann saknaði alltaf lyktarinnar úr málverkinu.

Jóhanna Þórhallsdóttir gerði garðinn frægan á sviði tónlistarinnar um árabil, söng og stjórnaði kórum. Á síðustu árum hefur hún snúið sér alfarið að málverkinu og haldið 5 einkasýningar.

Þetta er í fyrsta sinn sem þau Monique og Hugo koma til Íslands og sýna verk sín hér. Á sýningunni eru 30 málverk flest unnin á þessu ári. Léttar veitingar og tónlist við opnun, allir hjartanlega velkomnir. Sýningin stendur til 30.júlí. Opið alla daga frá kl 15-18.

Hér má finna viðburðinn á Facebook

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com