Þórunn Elísabet1

Þórunn Elísabet opnar sýningu á föstudaginn langa á Höfn í Hornafirði

Föstudaginn langa kl. 14 verður opnuð myndlistarsýning Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur á Höfn í Hornfirði, hjá OTTÓ – Matur &Drykkur. Allir velkomnir.

Þórunn Elísabet Sveinsdóttir sækir í verkum sínum efniðvið í fortíðina. Áhugi hennar á íslenskri alþýðumenningu, einkum menningu og handverkshefð kvenna skipar þar mikilvægan sess. Þórun hefur þróað persónulegan stíl og í verkum sínum endurskoðar, endurraðar og endursmíðar hún úr efniviði sem fyrir öðrum er ónýtt rusl eða svo heilagt að vart má fara um hann höndum.

Listsköpun Þórunnar Elisabetar hófst strax á unglingsárunum. Hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og hélt sína fyrstu einkasýningu 1982 í Nýlistasafninu. Árið 2001 var haldin Sjónþing, þar sem farið var yfir fjölbreyttan feril hennar í Menningarmiðstöðinni Gerðuberg.

Jafnframt því að vinna að eigin myndlist hefur Þórunn hannað búninga og sviðsmyndir fyrir leikhús og kvikmyndir. Hún hefur tvisvar hlotið Grímuverðlauna fyrir búningahönnun og er höfundur listrænnar áferðar leikmynda í kvikmyndum – m.a. í Ófærð 1, Ófærð 2 og Eiðurinn. Einnig hefur hún tekið að sér sýningarstjórnun fyrir ýmsar stofnanir, svo sem í Þjóðminjasafninu, Árbæjarsafni og Gljúfrasteini. Sýning Þórunnar er annar hluti sýningaraðar; Argintætur myndlist.

Með sýningunni er tekinn upp þráðurinn frá árinu 2015, þá sýndu þær Ásta Ólafsdóttir, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Margét Jónsdóttir og Rúna Þorkelsdóttir í Menningarhúsinu Iðnó, Reykjavík.

Í Iðnó störfuðu þau Auður Mikaelsdóttir, listfræðingur og framreiðslumeistari, og Andrés Bragason, matreiðslumeistari, sem nú hafa flutt sig um set og starfrækja OTTÓ

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com