Þorgerður Ólafsdóttir heldur einkasýningu í Ósló

 

kumlabrekka

 

 

Predictions

Opnun:  6. febrúar kl. 20:00

 

 

Demon’s Mouth kynnir fyrstu einkasýningu Þorgerðar Ólafsdóttur í Ósló – Predictions.

 

Á sýningunni mun Þorgerður sýna verk frá fornleifauppgreftri og athugunum norður í Mývatnssveit síðastliðið sumar þar sem hún aðstoðaði m.a. við skráningu muna úr öskuhaugum og tók þátt í vettvangsferð í þar sem getgátur voru um staðsetningu kumla.

við skráningu muna úr öskuhaugum og athuganir á kumlum.

 

Í verkum sínum veltir Þorgerður fyrir sér spurningum um ímyndir, staði og hinu manngerða í náttúrunni. Hún hefur áhuga á kerfum og táknum sem notuð eru til þess að lýsa og koma skikkan á ytri aðstæður, eins og náttúruna og veðrið og hvernig má túlka þau yfir á huglægari fleti gegnum minni og skáldskap. Þorgerður hefur sýnt verk sín á Íslandi, Bretlandi og Norðurlöndunum.

 

“We are looking at a pre-Christian burial site, what is known as kuml in Icelandic. It struck me when you said that one can detect such sites by the land formation present when the graves have already been robbed or somehow meddled with. To know something only by it’s destruction. That is in a way what archaeology does; break ground, clear up dirt and take stuff away for study. You were wondering whether the Kumlabrekka, a site named after its many burial places, was still Kumlabrekka when all the burial sites had been emptied. Is it the same place as before, without the thing that gave it meaning? ”

 

Brot úr texta eftir Bjarka Bragason

 

Umbrot og hönnun í umsjón Arnars Freys Guðmundssonar

Sýningin verður opin: 07/02 – 15/02

 

Demon’s Mouth

Københavngate 4

Ósló

 

 

Þorgerður útskrifaðist BA í  myndlist frá Listaháskóla Íslands vorið 2009 og lauk mastersnámi í myndlist frá Glasgow School of Art vorið 2013. Væntanleg verkefni Þorgerðar eru vinnustofudvöl á Vestfjörðum og Núminjar –samstarfsverkefni við Þjóðminjasafn Íslands. Nýleg verkefni og sýningar er Ákall, Listasafn Árnessinga. Words Don’t Come Easy, bókaútgáfa. Verksmiðjan á Hjalteyri. Glasgow International. The Flemming House, Glasgow. Master of Fine Art Degree Show, The Glue Factory, Glasgow. Happy Endings (sóló), Salur Myndlistarfélagsins, Akureyri.  Joshua Baskin Gallery, Glasgow. Gestavinnustofa Galtarvita, Keflavík á Vestfjörðum. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhúsið. Listasafn Reykjanesbæjar og Kling og Bang gallerí.

 

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com