Þórey Eyþórs opnar sýningu í Gallerí Vest, Hagamel 67 Reykjavík – laugardaginn 11. apríl klukkan 15.00

 

 

Opnun í Gallerí Vest.

 

Þórey Eyþórs opnar sýningu í Gallerí Vest  Hagamel 67 Reykjavík – laugardaginn 11. apríl klukkan 15.00

 

Tilefni sýningarinnar:

Þórey Eyþórs. lauk námi frá Handíða og Myndlistarskóla Íslands vorið 1965 og fagnar því 50 ára afmæli sem vefnaðarkennari með sýningunni í Gallerí Vest.

Starfsvettvangurinn hófst sem vefnaðarkennari við Húsmæðraskólann á Staðarfelli.

Ævistarfið átti eftir að einkennast af ólíkum störfum eins og sérkennslu skólastjórn, ráðgjöf, greiningu, og meðferð. Á sviði talmeinafræða, uppeldis og sérkennslufræða og sálfræði.

Galleríisti í rúm 10 ár með Gallerí AllraHanda og Heklusal Akureyri. Kaffihúsarekstri á Hjalteyri Og listsköpun í ólíkum miðlum og þátttaka í fjöldi sýninga hérlendis og í Noregi og Danmörku.

 

Nytjalist i vefnaði.

Vefnaður og áferð einkennist af efnisgerð þráða í uppistöðu og ívafi, og bindingu þráðanna. Voðin, dúkurinn, efnið er oftast ofið með skyttu sem er skotið í skil.

Skilin í vefnum myndast eftir inndrætti í höföld og uppbindingu hafaldaskafta í skammel. Fjöldi skammela sem stigin eru fer eftir inndrætti og uppbindingu

Sýningin samanstendur af all flestum vefnaðaráferðum í flatvefnaði, sem tengjast Nytjalist. Eins og: Röggvar, einskeftu, vaðmál, flos, lykkjuflos, ormeldúkur, dreglar, og damask.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com