þorgbjörghö

Þorbjörg Höskuldsdóttir opnar sýningu á Höfn Hornafirði 8. febrúar 2020

Laugardaginn 8. febrúar, kl. 15 til 17 verður opnuð sýning með verkum Þorbjargar Höskuldsdóttur hjá Ottó, Hafnarbraut 2, Höfn, Hornafirði.

Þorbjörg hefur lengi vakið athygli fyrir að sýna í myndum sínum fegurð íslenskrar náttúru frammi fyrir ágangi mannsins. Hún kveðst hafa verið við það heygarðshorn allt frá því hún byrjaði að mála árið 1972. Þorbjörg nýtir sér fjarvíddartæknina og fellir iðulega tíglagólf, súlur og annað manngert inn í myndirnar. Því má lesa margar þeirra sem hugleiðingar um menningarlega fortíð okkar og átroðning mannsins.

Málverkin sem nú eru til sýnis eru öll ný og unnin með Hornfjörð í huga. Á mörgum þeirra má sjá fjöll í umhverfi staðarins sem og fugla sem finna má í nánd við Höfn. Þorbjörg nam við Myndlistarskóla Reykjavíkur og Akademíunni í Kaupmannahöfn á árunum 1962 til ´71. Hún á að baki langan og farsælan feril. Verk hennar er að finna í öllum helstu listasöfnum landsins og frá árinu 2006 hefur hún verið aðnjótandi heiðurslauna listamanna frá íslenska ríkinu.

—————————————————————–

Sýning Þorbjargar er hluti af sýningaröð sem nefnist ARGINTÆTUR í myndlist og hófst árið 2015. En þá voru 100 ár liðin frá því íslenskar konur öðluðust kosningarétt. Fyrri sýnendur eru Ásta Ólafsdóttir, Guðrún Sigríður Haraldsdóttir, Harpa Björnsdóttir, Magdalena Margrét, Margrét Jónsdóttir, Rúna Þorkelsdóttir, Sigga Björg og Þórunn Elísabet Sveinsdóttir.

Sýningarstjóri er G.ERLA – Guðrún Erla Geirsdóttir listfræðingur og menningarmiðlari.  Sýningin er opin daglega frá klukkan 17 til 21 og stendur til páska.

—————————————————————–

English:

Þorbjörg Höskuldsdóttir (b. 1939) studied at the Reykjavik School of Visual Art and the Royal Danish Academyof Fine Arts from 1962 to 1971. The main theme in her works is the Icelandic nature and she uses the technique of linear perspective and often incorporates tiled floors, columns and other man-made objects in her paintings. Therefore, many of her works can be interpreted as reflections on our cultural heritage and human intrusion.

The paintings she’s exhibiting now are made with Hornafjörður in mind, showing the mountains and birdlife in the area of the town of Höfn. She’s had a long and prosperous career. She‘s had many solo exhibitions and her works can be found in the major art museums in Iceland. From 2006 she‘s been an honorary artist of the Icelandic government.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com