DÚKRISTA

Þóra Sigurðardóttir opnar sýninguna Dúkrista/Linocut í sýningarrými Kirsuberjatésins 1. nóvember 2019

Sýningaropnun: 1. NÓVEMBER 2019 KL. 17-19 Í SÝNINGARRÝMI KIRSUBERJATRÉSINS, VESTURGÖTU 4, 101 REYKJAVÍK

Þóra Sigurðardóttir stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og framhaldsnám (rými og skúlptúr) við Det Jyske Kunstakademi, Danmörku. Ásamt því að leggja stund á myndlist sýnir Þóra verk sín reglulega á einkasýningum og samsýningum hérlendis og erlendis. Hún hefur jafnframt sinnt sýningarstjórn og kennslu- og stjórnunarstörfum á sviði myndlistar.

Þóra vinnur með teikningu, rými og prent í verkum sínum og hefur hlotið starfslaun úr launasjóði myndlistarmanna, nú síðast 2019. Sýning hennar Rými / Teikning í Ásmundarsal var tilnefnd til Menningarverðlauna DV árið 2016. Dúkristurnar á sýningunni voru prentaðar í samvinnu við Printer´s Proof í Kaupmannahöfn, Myndlistarsjóður og Myndstef styrktu verkefnið.

Verk Þóru má t.d. finna í safneign Listasafns Íslands, Listasafns Reykjavíkur og Nýlistasafnsins og í einkasöfnum og opinberum söfnum í Danmörku og Hollandi.

www.thorasig.is

www.printersproof.dk

Thóra Sigurdardóttir studied at the School of Art and Craft in Reykjavík and went into further studies on sculpture and 3-dimensions in Denmark. The linocuts on display were printed in collaboration with Printer´s Proof Fine Art printmakers studio in Copenhagen in 2018. The project was supported by The Iceland Visual Arts Fund and Myndstef Fund.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com