Þór Sigurþórsson sýnir í Harbinger
„Hvað er á bakvið verkið?” spyr hversdags vitundin.„Listamaðurinn, fyrirætlanir hans og áhugahvatar, sem að í sameiningugefa verkunum merkingu – merkingin er á bakvið verkið,” kemur svarið um hæl.Hvar á bakvið verkið? Afhverju á bakvið? Afhverju ekki fyrir framan? Listamaðurinn var fyrir framan verkið, líkt og þú ert nú …… hann lá ekki í leyni á bakvið einsog ógurlegur galdrakarl.
Þór Sigurþórsson opnar sýningu sína Óljóst, laugardaginn 10.jan næstkomandi, kl 18 í sýningarýminu Harbinger.
Í verkum sínum fæst Þór oft við greiningu á hlutum sem við höfum aðlagað líkamanum og notum til að skoða og fást við heiminn. Verk hans ögra skilningi okkar á hversdagslegum hlutum og storka klisjum okkar um fegurð og náttúru.
Þór Sigurþórsson býr og starfar í Reykjavík. Hann lauk BFA námi við Listaháskóla Íslands (Reykjavík) og MFA frá School of Visual Arts (New York City).