IMG 0564

Þögul athöfn – opnun 15. apríl í Skaftfelli

Þögul athöfn eftir Hönnu Kristínu Birgisdóttur
Sýningaropnun laugardaginn 15. apríl

Næstkomandi laugardag, 15. apríl, opnar Hanna Kristín Birgisdóttir sýninguna Þögul athöfn í sýningarsal Skaftfells í sýningarstjórn Gavin Morrison.

Síðustu daga hefur Hanna Kristín Birgisdóttir, f. 1989, verið að vinna að opnun á sinni fyrstu einkasýningu. Hægt og rólega hefur grjót, viðardrumbar og ýmsir iðnaðarmunir yfirtekið sýningarrýmið. Suma þessara hluta hefur Hanna flutt frá Reykjavík, þar sem hún er búsett, aðrir koma úr nærumhverfinu og hafa tímabundið fundið nýjar vistarverur.

Þegar á undirbúningi stóð heimsótti Hanna Seyðisfjörð og ákvað að styðjast við fjörðinn sem framlengingu á vinnustofu sinni, vitandi að þar er af nógu að taka af náttúrulegum og iðnaðar efnivið. Klædd vinnubuxum og hönskum fór hún í vettvangsferðir á hafnar- og iðnaðarsvæði og valdi af kostgæfni muni sem hæfa hennar fagurfræðilegu sýn.

Þögul afhöfn er síðasta sýningin sem Gavin Morrison sýningarstýrir sem listrænn heiðursstjórnandi Skaftfells. Gavin var tilnefndur af stjórn Skaftfells fyrir árin 2015-2016 og hefur síðan þá verið mjög virkur innan miðstöðvarinn. Hann sat í valnefnd fyrir gestavinnustofur tvisvar og sýningarstýrði mörgum sýningum: Raunverulegt líf, Ingófur Arnarsson & Þuríður Rós Sigurþórsdóttir, Eyborg Guðmundsdóttir & Eygló Harðardóttir, Samkoma handan Norðanvindsins, Ófrumlegt, Mynd af þér.

Hanna Kristín Birgisdóttir, f. 1989, býr og starfar í Reykjavík. Hún útskrifaðist úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands með BA-gráðu árið 2014. Meðal sýningarverkefna sem hún hefur tekið þátt í má nefna: Like a breath being compressed into a high pitched sound, Kling&Bang, Reykjavík, hluti af Sequences Art Festival 2015, Svona, svona, svona, Safnahúsið í Reykjavík, 2014 og Rottan á Hjalteyri, Verksmiðjan á Hjalteyri, 2014.

Sýningarsalurinn er opin daglega frá kl.12:00-21:00, á sama tíma og Bistróið, en eldhúsið lokar kl. 21:00. Þögul athöfn stendur til 11. Júní, 2017

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com