SÍM leigir út vinnustofur til félagsmanna í húsnæði við Seljaveg 32, að Hólmaslóð, við Bríetartún og á Korpúlfsstöðum í Reykjavík, Auðbrekku 1 og Auðbrekku 14 í Kópavogi og Lyngási 7 í Garðabæ, en vinnustofurnar eru hátt í 200 talsins.
Vinnustofurnar eru alla jafna fullnýttar, en félagsmenn geta farið á biðlista og ganga þá fyrir ef vinnustofa losnar. Þeir sem eru á biðlistunum þurfa að fylgjast vel með auglýsingum frá SÍM um vinnustofur og hafa samband ef áhugi er fyrir hendi, starfsfólk SÍM hefur ekki samband við þá sem eru á biðlistunum til þess að bjóða vinnustofur sem losna.
Upplýsingar og úthlutunarreglur vegna vinnustofa SÍM
SÍM er samband íslenskra myndlistarmanna sem var stofnað 1983. Frá upphafi hefur SIM barist fyrir margvíslegum réttindum og hagsmunum myndlistarmanna.
Margt hefur áunnist síðan SÍM var stofnað.
Hagsmunir sem stjórn sambandsins aflar eiga að deilast út til félagsmanna eftir lýðræðislegum reglum. Þegar um er að ræða hagsmuni sem eru af skornum skammti, þ.e. duga ekki til útdeilingar handa hverjum einasta félagsmanni, eru skipaðar nefndir sem fara yfir umsóknir félagsmanna og afgreiða þær.
Öllum hagsmunum og hlunnindum sem SÍM hefur aflað og mun afla í framtíðinni þarf að deila út á lýðræðislegan hátt.
Að gefnu tilefni er ástæða til að kynna þær reglur sem gilda um úthlutun og leigusamninga um vinnustofuhúsnæði SÍM.
Varðandi það húsnæði sem SÍM leigir af af ríki og borg fyrir vinnustofur listamanna fylgir sú kvöð að þess sé gætt að endurnýjun sé ávalt í hópi leigutaka vinnustofanna.
Þetta heitir á formlegu máli að “jafnræðis skuli ávalt gætt við útdeilingu takmarkaðra gæða”
Vegna þrýstings frá félagsmönnum og athgasemda frá ríki og borg, samþykkti stjórn SÍM nýjar úthlutunarreglur á stjórnarfundi þann 18. ágúst 2017.
Nýju reglurnar eiga að tryggja að allir félagsmenn SÍM sitji við sama borð þegar kemur að því að úthluta þeim takmörkuðu gæðum sem SÍM hefur yfir að ráða.
Samþykktar reglur um vinnustofur SÍM tóku gildi 1. Janúar 2018.
- Vinnustofur SÍM eru leigðar út til 3ja ára í senn (og hefur sú regla verið frá upphafi ).
- Á 3ja ára fresti eru allar vinnustofurnar lausar til umsóknar. Skipuð er úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknirnar og úthlutar vinnustofunum.
- Hægt er að sækja um endurnýjun á leigusamningi 2svar sinnum, ekki er hægt að leigja vinnustofu í sama vinnustofuhúsi lengur en þrjú leigutímabil, 3 x 3 ár eða samtals í 9 ár
- Þeir félagsmenn sem ekki hafa rétt á að sækja um vinnustofu í sama vinnustofuhúsi og áður, geta þó sótt um í öðru vinnustofuhúsi á vegum SÍM.
Vinnustofuhús SÍM
Langtíma leigusamningar
SÍM hefur verið með vinnustofur fyrir félagsmenn sína á Korpúlfsstöðum frá árinu 1996, þegar 11 vinnustofur voru í boði,
en frá 2006 hefur SÍM verið með allt húsnæðið á leigu.
Korpúlfsstaðir eru í eigu Reykjavíkurborgar.
SÍM hefur verið með vinnustofur fyrir félagsmenn sína á Seljavegi 32, frá árinu 2006.
Seljavegur er í eigu ríkisins.
Þeir listamenn sem höfðu verið meira en 9 ár í sama vinnustofuhúsi, það er að segja á Seljavegi og á Korpúlfsstöðum,
þegar nýtt leigutímabil hófst árið 2018, fengu eitt tímabil í viðbót, eða 3 ár til að aðlagast reglunum.
Yfirstandandi leigutímabili á Seljavegi og á Korpúlfsstöðum lýkur 31. maí 2021 og eru þá allar vinnustofurnar lausar til umsóknar.
Tímabundnir leigusamningar eru um eftirtalin vinnustofuhús.
Bríetartún 13, R 2ja ára leigusamningur – lýkur 31.12.2020
Lyngás 7, Gb 3ja ára endurnýjaður leigusamningur – lýkur 31.08.2021.
Auðbrekka 1, Kóp 5 ára leigusamningur – lýkur 31.12.2022.
Auðbrekka 14, Kóp 7 ára leigusamningur – lýkur 31.12.2022.
Hólmaslóð 4, R 6 ára leigusamningur – lýkur 31.03.2024.
Biðlisti
Á 3ja ára fresti eru eru allar vinnustofur auglýstar lausar til umsóknar. Félagsmenn sem ekki fá úthlutað vinnustofu geta óskað eftir því að vera settir á biðlista.
Biðlistarnir eru virkir í 3 ár, eða jafnlengi og hvert leigutímabil varir. Ef vinnustofur losna innan þessa 3ja ára leigutímabils, eru þær auglýstar aftur lausar til umsóknar
og getur þá félagsmaður af biðlistanum fengið vinnustofu. (þá er farið eftir röð viðkomandi á biðlistanum)
Biðlistinn er langur yfir hvert tímabil og hafa sumir félagsmenn verið á biðlistanum árum saman.
Húsaleiga
Húsaleiga á Korpúlfsstöðum, Bríetartúni í Reykjavík, Lyngási í Garðabæ og Auðbrekku 1
og 14 í Kópavogi, er Kr. 1.500.- pr. m2 á mánuði, auk vísitölu neysluverðs.
Húsaleiga á Seljavegi, er kr. 1.600.- pr. m2 á mánuði, auk vísitölu neysluverðs.
Húsaleiga á Hólmaslóð, er kr. 1.700.- pr. m2 á mánuði , auk vísitölu neysluverðs.
Stjórn SÍM gætir hagsmuna félagsmanna og gætir jafnframt þess að allir félagsmenn sitji við sama borð og njóti jafnræðis þegar verið er að úthluta þeim
takmörkuðu gæðum sem SÍM hefur yfir að ráða.
Vinnustofur SÍM á Korpúlfsstöðum eru leigðar út til 3 ára í senn.
- Núverandi leigutímabil er frá 1. Júní 2018 – 31. maí 2021.
- Húsnæðið er alls um 3.500 m2 á þremur hæðum og skiptist í 45 vinnustofur auk sameiginlegs rýmis.
- Um 50 listamenn eru með starfsaðstöðu í húsnæðinu.
- Vinnustofurnar eru frá 10 m2 og upp í 55 m2 að stærð
- Í stærstu vinnustofunum eru vaskar.
- Textilfélagið og Leirlistarfélagið reka sín verkstæði í húsnæðinu. .
- Gallerí Korpúlfsstaðir er starfrækt í húsnæðinu.
- Innifalið í húsaleigunni er rafmagn og hiti, nema ef um orkufrek rafmagnstæki er að ræða, fyrir þau þarf að greiða aukalega.
- Húsaleiguna skal greiða fyrirfram 1. hvers mánaðar.
Hafdís Brandsdóttir | |||||||
Auður Inga Ingvarsdóttir | |||||||
Svafa Björg Einarsdóttir | |||||||
Sólveig Erna Hólmarsdóttir | |||||||
Sandra Borg Gunnarsdóttir | |||||||
Helga Arnalds | |||||||
Halldór Ásgeirsson | |||||||
Guðrún Öyahals | |||||||
Þórdís Jóelsdóttir | |||||||
Harry Bilson | |||||||
Ásdís Þórarinsdóttir | |||||||
Edda Þórey Kristfinnsdóttir | |||||||
Magdalena M. Kjartansdóttir | |||||||
Halldóra G. Árnadóttir | |||||||
|
Elín Edda Árnadóttir |
Elísabet Stefánsdóttir |
Gréta Mjöll Bjarnadóttir |
Sigurður Valur Sigurðsson |
Irene Jensen |
Pjetur Stefánsson |
Regína Magdalena |
Svala Jónsdóttir |
Helga Magnúsdóttir |
Anna Eyjólfs |
Anna Guðmundsdóttir |
Arnþrúður Ösp Karlsdóttir |
Elva J. Thomsen Hreiðarsdóttir |
Vinnustofur SÍM á Seljavegi 32 eru leigðar út til 3 ára í senn.
- Núverandi leigutímabil er frá 1. Júní 2018 – 31. maí 2021.
- Húsnæðið er um 1.400 m2 á þremur hæðum og skiptist í 40 vinnustofur auk sameiginlegs rýmis.
- Um 50 listamenn eru með starfsaðstöðu í húsnæðinu.
- Vinnustofurnar eru frá 10 m2 og upp í 57 m2 að stærð
- Í stærstu vinnustofunum eru vaskar.
- Innifalið í húsaleigunni er rafmagn og hiti, nema ef um orkufrek rafmagnstæki er að ræða, fyrir þau þarf að greiða aukalega.
- Húsaleiguna skal greiða fyrirfram 1. hvers mánaðar.
Alexandra Litaker |
Amanda Riffo |
Ágúst Bjarnason |
Ásdís Kalman |
Ásdís Sif Gunnarsdóttir |
Ásta Ólafsdóttir |
Berglind Jóna Hlynsdóttir |
Bryndís Kondrup |
Bryndís Snæbjörnsdóttir |
Claudia Hausfeld |
Daniel Reuter |
Dóra Emils |
Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir |
Erla Þórarinsdóttir |
Erlingur Páll Ingvarsson |
Eygló Harðardóttir |
Freyja Eilíf |
Hallveig Kristín Eiríksdóttir |
Ásgerður Arnardóttir |
Guðrún Halldórsdóttir |
Heiðrún Kristjánsdóttir |
Hertha Richardt Úlfarsdóttir |
Hildur Ása Henrysdóttir |
Hjálmar Guðmundsson |
Hallgerður Hallgrímsdóttir |
Hulda Stefánsdóttir |
Inga Elín Kristinsdóttir |
Ingunn Erna Stefánsdóttir |
Jeanette Castioni |
Jóna Hlíf Halldórsdóttir |
Kristveig Halldórsdóttir |
Melanie Ubaldo
María Dalberg |
Martynas Petreikis |
Matthías Rúnar Sigurðsson |
Nermine El Ansari |
Olga Bergmann & Anna Hallin |
Ólöf Nordal |
Sindri Leifsson |
Ragnheiður I. Ágústsdóttir
Ragnheiður Káradóttir |
Ragnheiður Ragnarsdóttir |
Ragnhildur Lára Weisshappel |
Rakel Steinarsdóttir |
Rebecca Erin Moran |
Sigrún Ögmundsdóttir |
Sigurður Gunnarsson |
Una Björg Magnúsdóttir
Þóranna Dögg Björnsdóttir Þórdís Jóhannesdóttir Þórunn Björnsdóttir |
Vinnustofur SÍM á Hólmaslóð 4
- Núverandi leigutímabil er til 31. janúar 2021.
- Húsnæðið skiptist í 22 vinnustofur og 15 geymslur.
- Um 27 listamenn eru með starfsaðstöðu í húsnæðinu.
- Vinnustofurnar eru frá 11 m2 og upp í 49 m2 að stærð
- Í stærstu vinnustofunum eru vaskar.
- Innifalið í húsaleigunni er rafmagn og hiti, nema ef um orkufrek rafmagnstæki er að ræða, fyrir þau þarf að greiða aukalega.
- Húsaleiguna skal greiða fyrirfram 1. hvers mánaðar.
Ósk Gunnlaugsdóttir
Arna Óttars
Guðmundur Thoroddsen |
Ólöf Björg Björnsdótir |
Hrund Atladóttir |
Sara Riel |
Elín Hansdóttir |
Steinunn Önnudóttir |
Helga Páley |
Hulda Vilhjálmsdóttir |
Jón Magnússon |
Anna Jóelsdóttir |
Karl Ómarsson |
Hye Joung Park |
Tinna Ottesen |
Marta María Jónsdóttir |
Kristín Elva Rögnvaldsdóttir |
Kristín Helga Ríkharðsdóttir |
Rúnar Örn Marínósson
Þór Sigurþórsson Pétur Magnússon Ásgeir Skúlason Úlfur Karlsson Hlynur Helgason Elísabet Brynhildardóttir Ragnar Þórisson Anna Júlía Friðbjörnsdóttir Karlotta Blöndal Ragnheiður Gestsdóttir Carl Boutard |
Vinnustofur SÍM í Auðbrekku 14
- Húsnæðið er um 480 m2 á einni hæð og skiptist í 15 vinnustofur.
- Vinnustofurnar eru frá 11 m2 og upp í 36 m2 að stærð
- Innifalið í húsaleigunni er rafmagn og hiti og internet.
- Húsaleigan fylgir vísitölu neysluverðs.
- Húsaleiguna skal greiða fyrirfram 1. hvers mánaðar.
Baldur Geir Bragason |
Ásdís Arnardóttir |
Jóhanna V. Þórðardóttir |
Jelena Antic |
Margrét Hlín Sveinsdóttir |
Ragnhildur Ragnarsdóttir |
Þorsteinn Helgason |
Kristín Sigurðardóttir |
Hadda Fjóla Reykdal |
Guðbjörg Lind Jónsdóttir |
Þóra Sigurðardóttir |
Rósa Gísladóttir |
Elísabet Hákonardóttir |
Laufey Johansen |
Vinnustofur SÍM í Auðbrekku 1, Kópavogi
- Húsnæðið er um760 m2 á einni hæð og skiptist í 8 vinnustofur og 12 geymslur.
- Vinnustofurnar eru frá 25 m2 og upp í 58 m2 að stærð
- Innifalið í húsaleigunni er rafmagn og hiti og internet.
- Húsaleigan fylgir vísitölu neysluverðs.
- Húsaleiguna skal greiða fyrirfram 1. hvers mánaðar.
Harpa Dögg Kjartansdóttir |
Unnur Guðrún Óttarsdóttir |
Jón Axel Björnsson |
Björk Viggósdóttir |
Áslaug Friðjónsdóttir |
Ragnheiður Þorgrímsdóttir |
Hekla Dögg |
Kristín Geirsdóttir |
Helga Sif |
Alistair Macintyre |
Vinnustofur SÍM á Lyngási 7
- Húsnæðið er um 475 m2 á einni hæð og skiptist í 16 vinnustofur.
- Um 17 listamenn eru með starfsaðstöðu í húsnæðinu.
- Vinnustofurnar eru frá 14 m2 og upp í 47 m2 að stærð
- Í stærstu vinnustofunum eru vaskar.
- Innifalið í húsaleigunni er rafmagn og hiti, nema ef um orkufrek rafmagnstæki er að ræða, fyrir þau þarf að greiða aukalega.
- Húsaleiguna skal greiða fyrirfram 1. hvers mánaðar.
Björgvin Ólafsson |
Elsa Gísladóttir / Mansard |
Elín Haraldsdóttir |
Dórothea Hartford |
Rebekka Rán Samper |
Bjargey Ingólfsdóttir |
Ingiríður Óðinsdóttir |
Snædís |
Hulda Hreindal |
Auður Vésteinsdóttir |
Sigríður Ágústsdóttir |
Ólöf Einarsdóttir |
Búi Kristjánsson |
Kristinn Pálmason |
Kristbergur Pétursson |
Hilmar Sigurðsson |
Hildur Elísa Jónsdóttir
Hrönn Axelsdóttir |