Félagsaðild

Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var stofnað árið 1982.  SÍM er hagsmuna og stéttarfélag liðlega 760 starfandi myndlistarmanna.  SÍM samanstendur af eftirtöldum aðildarfélögum og félagsmönnum þeirra ásamt félögum með einstaklingsaðild að SÍM:

Félag íslenskra samtímaljósmyndara (FÍSL) Félag íslenskra myndlistarmanna (FÍM), Íslensk Grafík, Leirlistarfélag Íslands, Myndhöggvarafélagið í Reykjavík (MHR), Myndlistarfélagið á Akureyri og Textílfélagið.

Inntökuskilyrði

Til að hafa rétt til inngöngu í Samband íslenskra myndlistarmanna þarf umsækjandi að hafa lokið 3 ára BA námi í myndlist eða hafa aðra sambærilega menntun samkvæmt yfirlýsingu viðkomandi skóla.

Einnig hafa þeir sem hafa lokið 4 ára námi frá Myndlistarskólanum á Akureyri og útskrifast með Diplóma rétt á inngöngu í SÍM.

Að öðrum kosti þarf umsækjandi að uppfylla fjögur af neðangreindum skilyrðum:

1. Önnur menntun í myndlist (að lágmarki samtals 2 ár) staðfest með yfirlýsingu viðkomandi stofnunar.

2. Ein eða fleiri einkasýningar í opinberum sýningarstöðum.
Staðfesting fylgi.

3. Þátttaka í alþjóðlegri sýningu, samsýningu styrktri af opinberum aðilum eða ekki færri en fimm samsýningum öðrum.
Staðfesting fylgi.

4. Verið falið af dómnefnd að vinna að listskreytingu á opinberum vettvangi.
Staðfesting fylgi.

5. Eiga minnst eitt verk í opinberri eigu, keypt af viðkomandi safnráði eða matsnefnd.
Staðfesting fylgi.

6. Hafa hlotið opinberan styrk eða starfslaun.
Staðfesting fylgi.

Félagsskírteini SÍM: Skírteinið er sambland af innlendu og alþjóðlegu skírteini (IAA).  Skírteinið veitir frían aðgang að fjölmörgum listasöfnum hér heima og erlendis.

Listi yfir söfn og stofnanir sem veita frían aðgang 2018

Afsláttur: Gegn framvísun félagsskírteinis SÍM er hægt að fá afslátt hjá mörgum verslunum og þjónustufyrirtækjum sem versla með myndlistarvörur.

Eftirfarandi fyrirtæki veita 15% afslátt: Samskipti, Litir og föndur, Litaland, Járn og Gler, Hvítlist og Penninn Hallarmúla.

Seglagerðin Ægir býður félagsmönnum 12% afslátt.

Eftirfarandi fyrirtæki veita félagsmönnum 10% afslátt: Prentsmiðjan Viðey, Prentsmiðjan Oddi, Ljósmyndavörum, Innrömmun E.S.S., Bókabúð Steinars, Hans Petersen, Skaftfell – miðstöð myndlista á Austurlandi, Prentvörur Skútuvogi 1.

UMM: Félagsmenn geta skráð sig í UMM, gagnagrunn um og fyrir íslenska myndlistarmenn.

Sýningarsalur SÍM:  Félagsmenn geta sóttu um að sýna í salnum og er aðstaðan endurgjaldslaust.

Vinnustofur SÍM:  SÍM er með um 150 vinnustofur fyrir félagsmenn.

Artótek:  Félagsmenn SÍM geta verið með verk sín til sölu í Artóteki Borgarbókasafnsins.

Berlín:  Félagsmenn geta sótt um dvöl í gestavinnustofu SIM í Berlín, gegn vægu gjaldi.

Myndstef:  Félagsmenn verða sjálfkrafa meðlimir í Myndstef.

Muggur:  Félagsmenn sótt um dvalarstyrki til verkefna erlendis.

Orlofshús: Félagsmenn geta sótt um aðgang að eftirfarandi orlofshúsum;

Hrauni í Öxnardal, Jensenshús í fjarðarbyggð og Villa Bergshyddan  í Stokkhólmi

Félagsgjald SÍM er frádráttarbært frá skatti.

 

Félagsgjald er 18.000 kr. á ári og er frádráttarbært frá skatti.

Veittur er 25% hjónaafsláttur, ef báðir aðilar eru félagsmenn í SÍM
Öryrkjar fá afslátt sem nemur örorkuprósentu
70 ára og eldri greiða ekki félagsgjald

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com