Bandalag Háskólamanna

Aðeins fullgildir félagsmenn í SÍM geta gerst aðilar að BHM

Á undanförnum árum hefur mikið verið rætt um þörf myndlistarmanna fyrir samfélagslegt öryggisnet, og hvernig SÍM gæti komið þar til móts við sína félaga. Aðild að BHM gerir félagsmönnum SÍM kleift að afla sér réttinda í sjúkrasjóði, orlofs – og starfsmenntunarsjóðum BHM. 

Málið varðar fyrst og fremst sjálfstætt starfandi listamenn, auk kennara við Listaháskóla Íslands og kennara við einkarekna myndlistarskóla, sem yfirleitt eru ekki í neinu félagi, og ættu þeir því að geta nýtt sér þennan kost.

Þar sem sjálfstætt starfandi listamenn eru fæstir á föstum mánaðarlaunum skal miða greiðslur til BHM við reiknað endurgjald mánaðarlega eða viðmiðunarfjárhæð kr. 300.000.- á mánuði. 

Lágmarksgreiðsla í sjúkrasjóð er kr. 3.000.- á mánuði, til að halda fullum réttindum, eða 1% af mánaðarlaunum.  Miðað við viðmiðunarfjárhæð kr. 300.000.- í mánaðarlaun þarf að greiða til BHM kr. 5.010.- á mánuði.

Með aðild að BHM tekur félagsmaður upplýsta ákvörðun um að gerast aðili að sjúkra-, orlofs- og starfsmenntasjóðum BHM og skuldbindur sig þá til að greiða mánaðarlega iðgjöld til BHM.

Sjá vefslóð inn á rafræna skilagrein hér til hægri á síðunni.

Á vefsvæði BHM má finna launagreiðendavef ( http://www.bhm.is/kaup-og-kjor/fyrir-launagreidendur/ ) sem hefur að geyma gagnlegar upplýsingar varðandi skil á iðgjöldum. Sjálfstætt starfandi félagsmaður eru því í þessu samhengi bæði launagreiðandi og launþegi.

Félagsmönnum ber að senda skilagreinar mánaðarlega til BHM, fyrir 10. hvers mánaðar. Mikilvægt er að rétt stéttarfélagsnúmer (608 ) og heiti stéttarfélags (SÍM) komi fram á skilagreinum.

SÍM mun hjálpa til við að fylla út skilagreinar fyrst um sinn, eða þangað til allir eru komnir með það á hreint.

Mikilvægt er að hafa það í huga að skila þarf skilagreinum og greiða iðgjöld í hverjum mánuði til að koma í veg fyrir réttindamissi vegna rofs á greiðslum.  

Hvað ber að greiða til BHM: 

Ef miðað er vil laun að fjárhæð kr. 300.000.- :

  • Félagsgjald: 0,2% af heildarlaunum,                     kr.     600.-
  • Orlofssjóður: 0,25% af heildarlaunum,               kr.     750.-
  • Sjúkrasjóður: 1% af heildarlaunum,                      kr.  3.000.-
  • Starfsmenntunarsjóður: 0,22% af heildarl.     kr.     660.- 

Lágmarksiðgjöld sem þarf að greiða mánaðarlega til BHM 

eru þá kr. 5.010.-

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com