
Þjóðminjasafnið: áttu ljósmynd í fórum þínum?
Tvisvar á ári, í mars og nóvember, býðst gestum að koma með gripi í greiningu til sérfræðinga safnsins.
Sunnudaginn 4. mars milli kl. 14 og 16 býður Þjóðminjasafn Íslands upp á greiningu á ljósmyndum hjá sérfræðingum Ljósmyndasafns Íslands.
Greiningin er ókeypis og fer fram í fyrirlestrasal safnsins á 1. hæð.
Athugið að þessu sinni er einungis tekið á móti ljósmyndum.