Veggur A D J Facebook

Þjóðminjasafn Íslands – Hver er á myndinni?

Í Myndasal Þjóðminjasafns Íslands hefur nú verið opnuð greiningarsýning á ljósmyndum eftir Alfreð D. Jónsson.  Fólkið er allt óþekkt og nafnlaust. Gildi myndar eykst mikið ef vitað er hvern hún sýnir.

Á slóðinni http://sarpur.is/Syning.aspx?ID=658 hefur verið sett upp vefsýning á ógreindum myndum eftir Alfreð. Þar gefst fólki tækifæri á að koma upplýsingum rafrænt á framfæri.

Ljósmyndun var lengi fyrst og fremst í höndum fagmanna. Einn af fjölmörgum portrettljósmyndurum Reykjavíkur fyrir miðja síðustu öld var Alfreð D. Jónsson. Hann rak ljósmyndastofu, fyrst á Klapparstíg 37 árin 1931–1935 og síðan á Laugavegi 23 árin 1935–1952.

Filmusafn Alfreðs var afhent Ljósmyndasafni Íslands til varðveislu fyrir fáum árum. Það var að litlu leyti skráð.

Sýningin í Myndasal stendur yfir til 18. nóvember 2018 og er aðgangur ókeypis.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com