Leikhúsið70ára

Þjóðleikhúsið: Engillinn, sérkjör fyrir félagsfólk

Þjóðleikhúsið býður félagsmönnum SÍM sérkjör á leiksýninguna Engilinn sem sýnd er í Kassanum um þessar mundir. Engillinn byggir á textum og myndlist eftir Þorvald Þorsteinsson sem féll frá, langt fyrir aldur fram árið 2013. Sýningin er “Heimspekileg absúrdrevía sem kætir, kitlar og kemur við okkur “ segir m.a. í 4 stjörnu leikdómi í Morgunblaðinu en það er Finnur Arnar Arnarson, myndlistarmaður sem skapar sýninguna og leikstýrir.

Mikilvægt er að smella á hlekkinn hér neðar í fréttinni til að fá afsláttinn. Félagsmenn SÍM fá miðann á 4960kr í stað 6200kr.

Leikarar eru:

Guðrún Gísladóttir

Eggert Þorleifsson

Ilmur Kristjánsdóttir

Arndís Hrönn Egilsdóttir

Baldur Trausti Hreinsson

Atli Rafn Sigurðarson

Nánar má lesa um sýninguna hér: https://www.leikhusid.is/syningar/engillinn

Smelltu hér til að kaupa miða á sérkjörum félagsmanna:  https://tix.is/is/leikhusid/specialoffer/tickets/8350/

Einnig er hægt að hafa samband við miðasölu í síma 551-1200

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com