Þann 4.júní á fimmtudaginn kl 20:00 munum við fagna nýrri útgáfu á tímaritinu Listvísi í Ekkisens, Bergstaðastræti 25B

á hreyfingu           B25

 

Þann 4.júní á fimmtudaginn kl 20:00 munum við fagna nýrri útgáfu á tímaritinu Listvísi í Ekkisens, Bergstaðastræti 25B. Að þessu sinni er útgáfa blaðsins kominn á einn hálfan tug og því miklu að fagna.

Einnig mun eiga sér stað opnun í Heilaga herberginu á framsetningu verka eftir Sigríði Þóru Óðinsdóttur. Verkin fela í sér tvívíða skúlptúra þar sem formið er möguleikinn; hið óvænta sem leynist í óvissunni.

Eftirfarandi er texti úr ávarpi ritstjórnar: 

För listmóðsins um íslenska menningu heldur áfram í 5.tölublaði af Listvísi. Þrátt fyrir að ráðandi öfl skeri framlag listar niður í 15 milljónir látum við ekki deigan síga. Þess í stað höldum við ótrautt áfram að heilla sköpunarmáttinn, með þá trú að vopni að einn daginn muni listin sigra og fella múr auðvaldsins.

Með nýju sumri sáum við fræjum í hag dreymandans. Núna er tíminn til þess að ýta við vorri sköpunarsögu, tími til þess að breyta. NIÐUR MEÐ KRÚTTIÐ. Eldmóður okkar kynslóðar hefur verið tendraður, nú er það undir okkur komið að framkvæma.

Listmóðirin hefur lagt blessun sína á hina rísandi öldu alkemistans. Í ritinu er lögð aukin áhersla á myndverk fyrir augu og andagift listunnenda. Listvísi – Málgagn um myndlist er gefið út fyrir hag hinnar réttmætu listar. 

Ritstjórn á 5. tölublaði af Listvísi önnuðust Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir og Heiðrún Gréta Viktorsdóttir. 

Listamennirnir sem eru með verk í 5. tölublaði eru:

Andrea Ágústa Aðalsteinsdóttir
Anton Logi Ólafsson
Auður Lóa Guðnadóttir
Aldís Dagmar Erlingsdóttir
Birta Þórhallsdóttir
Freyja Eilíf Logadóttir

Guðrún Heiður Ísaksdóttir
Gylfi Freeland Sigurðsson
Júlíana Sveinsdóttir
Katarína Mogensen
Haraldur Jónsson
Heiðrún G. Viktorsdóttir
Hildur Ása Henrýsdóttir
Lukka Sigurðardóttir
Sara Ósk Rúnarsdóttir
Sunneva Ása Weisshappel
Unnar Ari
Örn Alexander Ámundason

Kápuna hannaði: Hjálmar Guðmundsson

Enginn posi verður á staðnum! Komið við í hraðbanka, nýtt eintak verður á 2000 kr – gömul á 1.500 kr. 

Veigar verða í boði og upplestur á textaverkum frá ýmsum listamönnum munu eiga sér stað.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com