Unnarorn Harbinger

Þættir úr náttúrusögu óeirðar – síðasta sýningarhelgi

Sýningu Unnars Arnar. Þættir úr náttúrusögu óeirðar, lýkur nú um helgina. Opið verður fim-sun frá 14-17. Sýningarýmið Harbinger er til húsa að Freyjugötu 1, 101 Rvk.

Á sýningunni gefur að líta innsetningu Unnars, ljósmyndaverk og ljósmyndabók sem hann vann úr safneign Ljósmyndasafns Reykjavíkur.

Bókverkið er fáanlegt í Harbinger á meðan á sýningunni stendur, en verkið bætist í safn bókverka sem hann hefur gefið út á síðustu 10 árum og mynda einstakt höfundarverk íslensks myndlistarmanns. Þess má geta að flestar hans eldri bækur eru nú með öllu ófáanlegar.

Sýningin Þættir úr náttúrusögu óeirðar markar endalok vettvangsathugunar Unnars Arnar á sögu óeirðar hér á landi þar sem hann hefur kannað hvernig óeirð birtist í sameiginlegu minni þjóðarinnar með margvíslegum hætti. Unnar hefur beint sjónum að togstreitunni á milli opinberrar sögu samfélagsins og frásagna úr lífi einstaklinga í verkum sínum, en að undanförnu hefur hefur hann einblínt á birtingarmyndir af átökum og óhlýðni fjöldans. Verk með áþekku viðfangsefni voru m.a. í sýningunum Brotabrot úr afrekasögu óeirðar: II. hluti á Listasafn ASÍ árið 2014 og á sýningunni Niðurinn í Safni Jóns Sigurðssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð árið 2015.

WP2Social Auto Publish Powered By : XYZScripts.com